Fréttir

Mikilvæg tilkynning frá skólameistara FG

Kæru nemendur, aðstandendur og forráðamenn. Nú er orðið ljóst að ekki verður kennt í dagskóla næstu vikurnar eða allavega fram að páskum. Þessu fylgir óhjákvæmilega talsvert rask fyrir nemendur og kennara. Við munum engu að síður kappkosta að halda úti kennslu á eins markvissan hátt og okkur er unnt. Öllum ætti þó að vera ljóst að lokun dagskólans reynir mikið á nemendur og foreldra. Því meira sem nemandinn leggur á sig því líklegri er hann til að ná þeim árangri sem stefnt er að á þessari önn. Það er algjört lykilatrið að fygjast vel með tölvupóstum frá skólanum. Vegna samkomubannsins mun FG grípa til eftirfarandi aðgerða: Skólahúsnæði FG verður lokað fyrir nemendur í samræmi við ákvæði samkomubanns. Kennarar halda uppi kennslu í sínum áföngum með aðstoð Innu. Kennsla fer fram eftir stundatöflu utan þess að fyrstu tímar byrja klukkan 9:00 í stað 8:10. Kennarar stofna umræðuþræði í námshópum sínum fyrir hvern tíma í stundatöflu. Kennarar merkja viðveru í Innu á grundvelli þátttöku í umræðuþráðunum. Kennslan fer fram í gegnum umræðuþráðinn þar sem spurningum nemenda er svarað, verkefni lögð fyrir og útskýrð. Í einhverjum tilfellum munu kennarar styðjast við fjarfundabúnað og munu þeir upplýsa um það í gegnum Innu. Utan verkefnatíma skila nemendum verkefnum sem fyrir þá eru lögð. Fjarvistir verða skráðar sem áður og ber að tilkynna veikindi í gegnum Innu. Kennarar munu endurskoða námsáætlanir fram að páskum og láta nemendur vita af þeim breytingum. Námsráðgjöf verður í boði sem fyrr. Auður og Dagný námsráðgjafar verða með símatíma frá 9:00 - 14:00. Einnig er hægt að senda þeim fyrirspurnir í tölvupósti, audur@fg.is og dagny@fg.is. Við hvetjum nemendur eindregið til að nýta sér þjónustu þeirra. Hægt er sjá netföng allra starfsmanna á heimasíðu skólans www.fg.is . Einnig má senda fyrirspurnir á fg@fg.is og verður þeim komið á viðeigandi staði. Sími skólans er 520 1600 og verður svarað í síma frá 8:00 - 15:00 sem fyrr. Auðvitað er margt óljóst ennþá og fjölmargar spurningar eiga eftir að vakna hjá nemendum, foreldrum og kennurum. Við munum svara þeim eftir bestu getu og tilkynna um allar breytingar eins fljótt og unnt er. Þetta eru fordæmalausir tímar, en við erum sannfærð um að við munum yfirvinna alla erfiðleika og í sameiningu ljúka þessari önn. Með skólakveðju, Kristinn Þorsteinsson Skólameistari
Lesa meira

Upplýsingar til aðstandenda nemenda 18 ára og eldri

Kæru aðstandendur Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu
Lesa meira

Tölvupóstur frá skólameistara FG til nemenda, foreldra og forráðamanna

Það hefur varla farið framhjá neinum að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Covid-19 veirunnar. Mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum frá landlækni (www.landlaeknir.is) og almannavörnum (www.almannavarnir.is) og fylgja öllum leiðbeiningum og fyrirmælum í hvívetna.
Lesa meira

Reimt frumsýndur - sló í gegn

Söngleikurinn Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, við tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, var frumsýndur í Urðarbrunni föstudaginn 6.mars við mikinn föngnuð áhorfenda. Það er óhætt að segja að um sé að ræða enn einn ,,leiksigurinn" fyrir Verðandi, leikfélag FG og ekki var annað að heyra en að gestir hafi skemmt sér konunglega. Upplýsingar um næstu sýningar og miða er að finna á www.tix.is. Til haminguju FG!
Lesa meira

Sylvía Sara dúxaði á miðönn

Brautskráning á miðönn 2019-2020 fór fram í FG þann 28.febrúar. Þá brautskráðist einn minnsti hópur í sögu FG (28 nemendur), en fjörið á útskriftinni var þeim mun meira. Þetta var önnur brautskráningin í hinu nýja 3ja anna kerfi og fyrsta "miðannarútskriftin". Dúx að þessu sinni var Sylvía Sara Ólafsdóttir, af Nátturfræðabraut og var meðaleinkunn hennar 9.4. Haukur Guðnason af Lístnámsbraut flutti ávarp nýstúdents, sem vakti gríðarlega lukku. Einnig voru flutt atriði úr nýju leikriti, Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem frumsýnt verður þann 6.mars næstkomandi, en það er leikfélag FG, Verðandi sem sýnir.
Lesa meira

Reimt á lokametrunum!

Æfingar standa yfir á fullu á Reimt, nýja leikriti Verðandi, leikfélags FG. Tíðindamaður leit við á æfingu, þar sem verið var að undirbúa svokallað rennsli, en þá er rennt yfir stykkið í heild sinni. Frumsýning er 6.mars næstkomandi. Ekki var annað skynjað á andrúmslofti æfingarinnar en að allt væri í góðum gír, leikrstjórinn og höfundurinn, Karl Ágúst Úlfsson gaf skipanir (enda hlutverk hans) og leikara hituðu upp með dansi og öðru glensi. Spennó! Miðasala er á Tix.is
Lesa meira

Vorönn 2020 hefst

Kennsla á vorönn 2020 hefst með hefðbundnu sniði þriðjudaginn 25.febrúar með hraðtöflu. Nemendum er bent á að kynna sér hana vel, sem og aðrar upplýsingar um námið, s.s. námsáætlanir og annað á INNU. Það er ýmislegt í gangi á vorönn, en hæst ber ef til vill frumsýningu á leikritinu Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Frumsýning verður þann 6.mars og þá er alltfa mikið húllumhæ. Svo eru páskar á sínum stað, með tilheyrandi. Vorönn líkur svo þann 30.maí þegar um 100 nemendur munu kveðja FG, sem er óvenju stór útskriftarhópur.
Lesa meira

Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14.febrúar

Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar er ekki mælt með að fólk sé á ferli en haldi sig frekar heima. Þeir sem eiga að mæta í próf á morgun geta komið í próf mánudaginn 17. febrúar. Próf sem eiga að vera kl. 9 á morgun verða haldin kl. 9 á mánudag. Próf sem eiga að vera kl. 13:00 á morgun verða kl. 11 á mánudag. Sjúkrapróf fyrir fimmtudaginn 13. febrúar verða kl. 9:00 nk. mánudag eins og til stóð. Kjósi nemendur að mæta til prófs á morgun þá mun verða boðið upp á þeir geti tekið sín próf samkvæmt próftöflu. Mælt er þó með að enginn taki neina áhættu og fylgi ábendingum yfirvalda vegna rauðrar viðvörunar. Kveðja, Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari
Lesa meira

Opið hús 11.mars - allir velkomnir!

Opið hús verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 11.mars kl.15.30 til 17.00. Þá gefst nemendum, sem hyggja á nám í framhaldsskóla, tækifæri á að kynna sér námsframboðið í FG, en í skólanum eru alls níu námsbrautir (www.fg.is => námið). Einnig er tilvalið að spyrja út í 3ja anna kerfið, sem tekið var upp síðastliðið haust. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira