Fréttir

Forkeppni Söngkeppni framhaldsskólanna

Á morgun, fimmtudaginn 2.mars fer fram forkeppni í FG vegna Söngvakeppni framhaldskólanna. Keppni sem þessi getur reynst stökkpallur út í frekari feril á sviði tónlistar. Fjöldi keppenda verður á svæðinu til að hefja upp raust sína, og auðvitað fer keppnin í FG fram í Urðarbrunni. Sá sem vinnur verður fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldskólanna en lokakeppnin fer fram í Kaplakrika þann fyrsta apríl og þá verður væntanlega mikið húllumhæ.
Lesa meira

Styttist í Heathers

Það styttist óðfluga í frumsýningu á söngleiknum Heathers, sem Verðandi, leikfélag FG er að setja upp þessa dagana. Allt er á fullu og öllu er tjaldað til. Æfingar ganga vel og er mikil spenna i hópnum. Við erum líka spennt að sjá stykkið, enda leiksýningar Verðandi gjarnan einn helsti hápunktur félagslífsins í skólanum á hverju ári. Fjölmargir taka þátt í uppsetningunni og hleypur kostnaðurinn á milljónum. Hér eru nokkrar myndir frá fésbókarsíðu Verðandi, sem öllum er frjálst að skoða.
Lesa meira

Naglbítur: FG mætir MR í undanúrslitum Gettu betur

Nú er það ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. FG fær verðugan andstæðing til að glíma við, en það er MR, margfaldur meistari í Gettu betur. FG er líka meistari í Gettu betur, vann keppnina árið 2018 og varð í öðru sæti í fyrra. Allt getur því gerst Hin tvö liðin í undanúrslitum eru Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. FG mætir MR næsta laugardag, 4.mars á RÚV og hinir tveir skólarnir mætast svo viku seinna. Vonandi verður þetta ,,naglbítur“. Áfram FG...og berjast!
Lesa meira

FG-ingurinn Sigga Ózk komst í úrslit Söngvakeppninnar

Sigga Ózk, fyrrum nemandi og stúdent frá FG, er komin í úrslit Söngvakeppninnar. Það var ljóst laugardaginn 25.febrúar þegar Sigga flutti lagið ,,Gleyma þér að dansa“. Óhætt er að segja að Sigga hafi geislað af gleði á sviðinu og það smitaði greinilega út frá sér. Með Siggu fóru Langi Seli og Skuggarnir í úrslit með lagið Ok. Glæsilegt Sigga, við bíðum spennt og til hamingju!
Lesa meira

Sigga stígur á svið

Það líður að stóru stundinni hjá ,,okkar eigin“ Siggu Ózk, en hún mun núna á laugardaginn (25.2) stíga svið í Söngvakeppninni og freista þess að vinna hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og framkomu. Kannski verður hún fulltrúi Íslands í Eurovision, sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool seinna í vor?Ekki er langt síðan Sigga Ózk var nemi hér í FG. Og við styðjum hana ÖLL – ÁFRAM SIGGA!!
Lesa meira

Fjör í rafíþróttum í FG

Það hefur verið mikið fjör hjá hópi nemenda úr FG sem undanfarið hafa verið að keppa í rafíþróttum í fyrsta sinni í sögu skólans. Keppnin heitir ,,Framhaldsskólaleikarni í rafíþróttum“ (FRÍS) og keppt er í þremur tegundum leikja; Counter Strike Go, Rocket League og Valorant. Svo vel hefur gengið hjá hópnum frá FG, sem í eru 22 keppendur, að FG er komið í sjónvarpskeppnina í einum leikjanna, Valorant. Lið FG lenti í öðru sæti og í byrjun mars hefst útsláttarkeppnin, en hún fer fram á Stöð2 Esports. Það er Davíð Kúld, viðskiptafræðikennari, sem séð hefur um þetta. Áfram FG!
Lesa meira

Gettu betur: Lið FG í undanúrslit

Lið FG tryggði sér sæti í undanúrslitum Gettu betur með því að sigra Tækniskólann í sjónvarpssal RÚV þann 17.febrúar síðastliðinn. Lokatölur urðu 33 -23, FG í vil. FG var þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit, en áfram eru einnig komnir skólarnir MR og Verkmenntaskóli Austurlands. Það verða svo Flensborg og Fjölbrautaskóli Suðurlands sem keppa þann 24.febrúar um síðasta sætið í undanúrslitum. Eftir það verður svo dregið um hvaða lið mætast. Spennan vex og vex, en við óskum þeim Aroni, Jónasi og Brynju innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

Sigga Ózk í Söngvakeppninni

Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, er fyrrum nemandi og nýlegur stúdent frá FG og notar listamannsnafnið Sigga Ózk. Hún er nú einn af þátttakendum í Söngvakeppni RÚV, þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið. Kynningarefni um Siggu og lag hennar var birt á www.ruv.is fyrir skömmu, en lag Siggu heitir ,,Gleyma þér og dansa“ og er eftir fjóra erlenda höfunda. Sigga tók virkan þátt í félagslífinu í FG og söng þar, dansaði og lék leiklist af mikilli kúnst. Hún segist elska að koma fram og hafa góð áhrif á fólk. Tónlistin er með djúpar rætur í fjölskyldu Siggu, en faðir hennar, Hrafnkell Pálmarson, kemur úr einni mestu ballhljómsveit landsins, ,,Í svörtum fötum“ og leikur þar á gítar. Við óskum Siggu að sjálfsögðu góðs gengis í Söngvakeppninni og hér má sjá kynningarmyndbandið með henni.
Lesa meira