23.02.2023
Það líður að stóru stundinni hjá ,,okkar eigin“ Siggu Ózk, en hún mun núna á laugardaginn (25.2) stíga svið í Söngvakeppninni og freista þess að vinna hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og framkomu.
Kannski verður hún fulltrúi Íslands í Eurovision, sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool seinna í vor?Ekki er langt síðan Sigga Ózk var nemi hér í FG. Og við styðjum hana ÖLL – ÁFRAM SIGGA!!
Lesa meira
21.02.2023
Það hefur verið mikið fjör hjá hópi nemenda úr FG sem undanfarið hafa verið að keppa í rafíþróttum í fyrsta sinni í sögu skólans.
Keppnin heitir ,,Framhaldsskólaleikarni í rafíþróttum“ (FRÍS) og keppt er í þremur tegundum leikja; Counter Strike Go, Rocket League og Valorant.
Svo vel hefur gengið hjá hópnum frá FG, sem í eru 22 keppendur, að FG er komið í sjónvarpskeppnina í einum leikjanna, Valorant.
Lið FG lenti í öðru sæti og í byrjun mars hefst útsláttarkeppnin, en hún fer fram á Stöð2 Esports.
Það er Davíð Kúld, viðskiptafræðikennari, sem séð hefur um þetta. Áfram FG!
Lesa meira
18.02.2023
Lið FG tryggði sér sæti í undanúrslitum Gettu betur með því að sigra Tækniskólann í sjónvarpssal RÚV þann 17.febrúar síðastliðinn. Lokatölur urðu 33 -23, FG í vil.
FG var þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit, en áfram eru einnig komnir skólarnir MR og Verkmenntaskóli Austurlands.
Það verða svo Flensborg og Fjölbrautaskóli Suðurlands sem keppa þann 24.febrúar um síðasta sætið í undanúrslitum. Eftir það verður svo dregið um hvaða lið mætast.
Spennan vex og vex, en við óskum þeim Aroni, Jónasi og Brynju innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira
17.02.2023
Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, er fyrrum nemandi og nýlegur stúdent frá FG og notar listamannsnafnið Sigga Ózk. Hún er nú einn af þátttakendum í Söngvakeppni RÚV, þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið.
Kynningarefni um Siggu og lag hennar var birt á www.ruv.is fyrir skömmu, en lag Siggu heitir ,,Gleyma þér og dansa“ og er eftir fjóra erlenda höfunda.
Sigga tók virkan þátt í félagslífinu í FG og söng þar, dansaði og lék leiklist af mikilli kúnst. Hún segist elska að koma fram og hafa góð áhrif á fólk. Tónlistin er með djúpar rætur í fjölskyldu Siggu, en faðir hennar, Hrafnkell Pálmarson, kemur úr einni mestu ballhljómsveit landsins, ,,Í svörtum fötum“ og leikur þar á gítar.
Við óskum Siggu að sjálfsögðu góðs gengis í Söngvakeppninni og hér má sjá kynningarmyndbandið með henni.
Lesa meira
11.02.2023
Það má segja að upp á síðkastið hafi Hinseginfélag FG risið upp af löngum svefni. Undanfarið höfum við í félaginu gert ýmislegt til að auka sýnileika okkar, bæði hér í skólanum, og í samstarfi við aðrar hinseginnefndir í öðrum framhaldsskólum.
Sem dæmi má taka ljóðakeppni sem nú er í gangi í tilefni Valentínusardagsins, en hann er haldinn er árlega 14. febrúar. Ljóðakeppnin er opin öllum sem hafa áhuga. Þemað okkar er ýmis konar ást, en þá er ekki einungis verið að tala um rómantíska ást, því ást getur verið eins mismunandi og fólk er margt.
Við hvetjum alla til að senda ljóðið sitt á netfangið: hinseginfelagfg@gmail.com, skilafrestur er til og með 28. febrúar næstkomandi. Sigurvegarar verða síðan kynntir á Instagramsíðu okkar: hinseginfelagfg. Skemmtileg verðlaun verða fyrir þrjú bestu ljóðin.
Markmið Hinseginfélagins í FG er að skapa umhverfi þar sem komið er fram við alla af virðingu og jafnrétti. Það vill að nemendur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ geti verið stoltir af skólanum sínum, óháð kyni, kynhneigð, braut, fatastíl o.s.frv. Félagið er með opna fundi á hverjum þriðjudegi í stofu V315 kl. 10:30, þar sem allir eru velkomnir.
Kær kveða, Hinseginfélag FG.
Lesa meira
10.02.2023
Nemendur í áfanganum Féla3hþ05 hjá Guðmundi Gíslasyni settu fyrir skömmu upp veggspjöld í skólanum með ákveðnum skilaboðum, sem tengjast innihaldi áfangans.
Þar er meðal annars umfjöllun um þróunarlönd og samskipti þeirra og alþjóðlegra stórfyrirtækja. Nokkuð sem leitt hefur til mikillar umræðu í gegnum tíðina.
Á myndinni sem fylgir eru nokkur veggspjaldasýnishorn frá nemendum, sem meðal annars koma inn á slæmar vinnuaðstæður í þessu ríkjum, auðlindanýtingu í þróunarlöndum og fleira.
Lesa meira
09.02.2023
Í lok janúar fór fram landskeppni í líffræði þar sem rúmlega þrjátíu nemendur skólans tóku þátt, en voru um 200 nemendur úr níu framhaldsskólum með í keppninni.
Tveir nemendur úr FG urðu í hópi 20 stigahæstu keppenda og komast þeir áfram í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands á næstunni. Þetta eru þeir Baldur Jökull Ásmundsson og Árni Kjærnested Jónsson.
Í úrslitunum lenda fjórir efstu í landsliði Íslands, sem síðan mun keppa fyrir Íslands hönd í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði sem fram fer í Dubai í sumar.
Við óskum Árna og Baldri innilega til hamingju með þennan flotta árangur og óskum þeim velfarnaðar í úrslitakeppninni.
Lesa meira