Fréttir

Söngleikurinn Heathers er leikrit ársins

Á IMBRU-dögum í febrúar, verður söngleikurinn Heathers frumsýndur í FG í uppfærslu leikfélags skólans, Verðandi. Söngleikurinn er byggður á kvikmynd með sama nafni sem kom út árið 1988 og gerist sagan meðal menntaskólanema. Í kvikmyndinni voru þau Wynona Ryder og Christian Slater í aðalhlutverkum. Leikstjóri verksins í uppfærslu Verðandi er Ásta Júlía Elíasdóttir en hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Klassadrusla og Síðasta veiðiferðin. Æfingar eru á fullu og góð stemmning í hópnum að sögn heimildamanns fg.is.
Lesa meira

FG mætir FNV í Gettu betur

Nú er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Gettu betur, en þau fara fram dagana 16. og 18. janúar og verða í beinni útsendingu á Rás 2. Viðureignirnar eru hér að neðan og spennan eykst. Áfram FG! Mánudagurinn 16. janúar: Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Egilsstöðum Menntaskólinn við Sund - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Tækniskólinn - Menntaskólinn á Akureyri Miðvikudagurinn 18. janúar: Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Fjölbrautaskóli Suðurlands - Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Verkmenntaskóli Austurlands Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Kvennaskólinn í Reykjavík.
Lesa meira

FG hefur keppni í Gettu betur

Hin margfræga spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er að hefja göngu sína og verður fyrsta umferðin haldin á Rás tvö þriðjudaginn 10.janúar. Þá mætir FG, sem varð öðru sæti í fyrra, Menntaskóla Borgafjarðar. MR vann keppnina í fyrra. Þetta er 38.árið sem keppnin er haldin og alls eru 25 skólar skráðir til leiks, en handhafar Hljóðnemans, MR, sitja hjá í fyrstu umferð. Lið FG hefur stundað stífar æfingar að undanförnu og í stuttu spjalli við liðið kom fram að þær hafi gengið vel. FG er til í slaginn, en í liði skólans eru: Brynja Sævarsdóttir, Aron Unnarsson og Jónas Bjarki Björnsson. Þjálfarar liðsins eru reynsluboltarnir frá í fyrra, þau Kjartan Leifur Sigurðsson, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Þráinn Gunnlaugsson, ásamt Óttari E. Arnarssyni. Því má svo bæta við FG-ingurinn og sjónvarpskonan Helga Margrét Höskuldsdóttir (einnig fyrrum Gettu betur-keppandi) kemur að því að semja spurningar í keppnina. Kristjana Arnarsdóttir spyr keppendur.
Lesa meira

Kennsla hefst að nýju

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi. Kennsla hefst að nýju í FG að loknu jólafríi þriðjudaginn 3.janúar. Þá heldur miðönn sem sagt áfram. Segja má að kennt verði sleitulaust fram að annarlokum, með þeirri undantekningu að námsmatsdagar eru þann 25.janúar (miðvikudagur) og þann 9.febrúar (föstudagur). Próf miðannar standa svo yfir frá 10.febrúar til og með 14.febrúar (11.og 12. febrúar er helgi). Kennsla á vorönn hefst svo 22.febrúar.
Lesa meira

Stöpull Wegeners skoðaður

Hópur jarðfræðinema skrapp um daginn út í góða veðrið til að kynna sér jarðfræði og landmótun í nærumhverfi skólans. Meðal annars var skoðaður stöpull sem þýski jarðfræðingurinn Alfred Wegener setti upp á Arnarneshæðinni árið 1930. Wegener setti fram ,,Landrekskenninguna“ árið 1915, en hún gengur út á að landaskipan hafi breyst með tímanum og ýmsir landflekar hafi hreyfst til. Stöpullinn á Arnarneshæðinni átti að vera fastur mælipunktur á Íslandi, en sambærilegur punktur er til dæmis á Grænlandi. Þeir sem hafa numið jarðfræði vita ef til vill líka að Ísland er á tveimur landflekum, Evrasíiuflekanum og Norður-Ameríkuflekanum og mætast þeir meðal annars á Reykjanesi, ekki langt frá gosstöðvunum á Fagradalsfjalli. Fekaskilin eru eru vinsæll ferðamannastaður.
Lesa meira

Nemendur frá FG í Cordoba á Spáni

Fyrir skömmu fór lítill hópur nemenda frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ til borgarinnar Cordoba á Spáni í alþjóðlegt samstarfsverkefni á vegum Erasmus. Í þessu verkefni eru nemendur frá Grikklandi, Króatíu, Ítalíu, Portúgal og Spáni að vinna saman í frumkvöðlaverkefnum. Nemendurnir frá FG gistu hjá spænskum fjölskyldum og fengu að upplifa það að vera hluti af spænskri fjölskyldu í heila viku. Í þessari ferð fengu nemendur að kynnast borginni Cordoba og því sem borgin hefur upp á að bjóða, sem er allt frá ólívurækt til súkkulaðis. Í henni búa um 320.000 manns og að lokinni kynningu byrjuðu nemendur að vinna saman með því markmiði að skapa atvinnu- og fjárhagsleg tækifæri fyrir borgina. Margar flottar hugmyndir sem litu dagsins ljós, tveir nemendur frá FG áttu t.d. þá hugmynd að nýta þann afgang sem verður til vegna ólívuolíu í lífræna málningu sem hægt væri að nýta á marga vegu. Önnur hugmynd frá okkar nemendum var að nýta þá auðlind sem sólin er og setja upp sólarplötur á ólívuekrurnar, til að framleiða rafmagn sem yrði notuð í framleiðsluferlinu. Almennt gekk ferðin vel og voru nemendur skólanum til sóma, en þau sem fóru eru: Tómas Freyr Jónsson, Ísalind Örk Ingólfsdóttir, Halldór Snær Lárusson og Sara Rós Lin Stefnisdóttir.
Lesa meira

Skólaþing þann 6.desember

Það er mikilvægt að raddir nemenda heyrist í skólastarfinu og lýðræði er nokkuð sem mikilvægt er að standa vörð um, kannski sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú. Skólum er einnig uppálagt að kenna lýðræði. Því verður svokallað ,,Skólaþing“ haldið þriðjudaginn 6. desember kl. 11:15. Skólaþinginu er ætlað að vera vettvangur þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá sig um skólann og skólamenninguna. Síðan er hugmyndin að niðurstöður skólaþingsins verðar hafðar til hliðsjónar við stefnumótun innan skólans. Tökum þátt og verum með! Það er lýðræði.
Lesa meira

Brautskráning af haustönn 2022

Brautskráning í FG af haustönn 2022 fór fram í Urðarbrunni þann 18.nóvember síðastliðinn. Þá brautskráðust 36 nemendur, flestir af flestir af náttúru og viðskiptafræðabrautum, eða alls sjö af hvorri, en þar á eftir komu listabrautir með fimm nemendur brautskráða. Það var Guðmundur Grétar Magnússon sem opnaði hátíðina með því að flytja lagið ,,Gamli skólinn“ eftir Magnús Eiríksson úr hljómsveitinni Mannakornum og hlaut hann góðar undirtektir. Síðan fylgdi brautskráning, afhending viðurkenninga, kveðja frá skólanefnd og ávarp nýstúdents, sem Íris Jóna Erlingsdóttir flutti. Athöfninni lauk síðan með fjöldasöng, ‚,Íslands minni.“
Lesa meira

Brautskráning föstudaginn 18.nóv - framhaldið

Kennsla er hafin á miðönn í FG og stendur hún fram til 10.febrúar næstkomandi, en þá hefjast próf. Síðasti kennsludagur fyrir jól er 16.desember. Jólaleyfi stendur til þriðjudagsins 3. janúar, en þá hefst kennsla á nýju ári. Brautskráning fyrir haustönn fer fram föstudaginn 18.nóvember og hefst hún kl. 15.00 í Urðarbrunni, hátíðarsal skólans. Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru dæmi um listsköpun nemenda á haustönn, en í lok hverrar annar er skólinn gjarnan skreyttur með list nemenda. Það er góður siður.
Lesa meira