Fréttir

Hollendingar aftur í heimsókn

Hópur hollenskra menntaskólanema frá Amsterdam kom í heimsókn til FG í vikunni, um síðustu helgi og fara þau út aftur sunnudaginn 16.10. Þau haf verið með nemendum og notað tímann til þess að kynnast landi og þjóða. Meðal annars fóru þau í fína ferð um Reykjanesskagann síðastliðinn mánudag í blíðskaparveðri með Sigurkarli og Gunnari. Pizzuveisla eftir það í FG og allir glaðir. Fóru þau einnig í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur í grenjandi rigningu á þriðjudaginn með þeim síðarnefnda. Allir þornuðu hins vegar í Fly Over Iceland. Síðan var brunað út á land, ,,Gullni hringurinn“ tekinn og Suðurland skoðað. Í vor er svo ætlunin að hópur frá FG fari til Amsterdam og kynni sér aðstæður þar. Það er svona þegar ,,kóvidinu“ er lokið, þá fer allt á fljúgandi fart.
Lesa meira

Söguhópur í Berlín

Söguhópur á vegum Hilmars um Kalda stríðið svokallaða (1945-1991) gerði góða ferð til Berlínar dagana 3.-7.október. Farið var á ýmsar söguslóðir í þessari merku og ,,söguhlöðnu“ borg, sem var rústir einar eftir seinni heimsstyrjöldina og var síðan skipt á milli stóveldanna í lok stríðs. Síðan kom Austur og Vestur-Þýsklands, Berlínarmúr, allskyns kúgun og mannréttindabrot. Þetta kaldastríðskerfi hrundi svo endanlega á árunum 1989-1991, lauk með falli Sovétríkjanna og sameiningu Þýsklands. Ferðin heppnaðist vel og voru þátttakendur mjög glaðir.
Lesa meira

FG-ingar gengu í blíðunni

Nemendur FG notuðu veðurblíðuna þann 23.september síðastliðinn til að taka létta morgungöngu í Garðabænum, en gangan var framlag skólans til Hreyfiviku Evrópu sem stóð yfir þá vikuna. Þessar fínu myndir tók Snædís Snæbjörnsdóttir spænskukennari. Síðar um daginn komu veðurfréttir þess efnis að von væri á fyrsta ,,hausthvellinum“ með gulum viðvörunum og alles. Já, veðrið á Íslandi er fjölbeytt, enginn skortur á því.
Lesa meira

Stjórnmálafræðinemar skruppu á þing

Nemar í stjórnmálafræði hjá Gunnar i Hólmsteini skruppu í heimsókn á Alþingi landsmanna við Austurvöll þann 20.september. Það var upplýsingafullrúi þingsins, Tómas Leifsson (Helgasonar) sem tók á móti hópnum. Síðan bættist Þorbjörg Sigríður Gaunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar í hópinn. Á þingpöllum svaraði hún fjölda spurninga nemenda, var um nóg að spyrja og sköpuðust skemmtilegar umræður. Á leiðinni út rakst hópurinn svo á Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata sem spjallaði dágóða stund við hópinn.
Lesa meira

Starfsmenn FG unnu golfmót

Golfíþróttin nýtur sívaxandi vinsælda og innan FG hafa verið, og eru, frábærir golfarar, bæði meðal starfsmanna og nemenda. Gunnlaugur Árni Sveinsson, nemi í FG, varð t.d. fyrr á þessu ári Íslandsmeistari í höggleik. En starfsmenn FG gerðu það gott á golfmóti starfsmanna framhaldsskólanna sem haldið var fyrir skömmu á Keilisvelli í Hafnarfirði. Í stuttu máli kom FG, sá og sigraði. Í sigurliði FG (spiluðu best) voru þau; Petrún Björg Jónsdóttir, Anna Sigríður Brynjarsdóttir og Stefán Jónsson. Fleiri starfmenn frá FG voru að keppa; Hilmar Sigurjónsson, Guðmundur S. Gíslason, Snjólaug Bjarnadóttir og Kristinn Þorsteinsson. Þetta var í annað sinn sem FG vinnur þess keppni. Petrún gerði sér síðan lítið fyrir og vann bæði höggleikinn og punktakeppni kvenna. Þetta kallar maður að slá í gegn!
Lesa meira

Þær hlaupa...og fleira

Flottur hópur stúlkna frá FG tekur þátt í íþrótta og menningarmótinu ,,SheRuns" 2022, sem fram fer í Brussel í Belgíu dagana 12. til 17.september. Markmiðið með ,,SheRuns", sem var sett á fót árið 1972, er að valdefla ungar stúlkur og konur í gegnum íþróttir og nám. Ýmsir atburðir eru á dagskránni, ekki bara íþróttir. Alls eru 12 stúlkur frá FG sem taka þátt að þessu sinni og það er Írena Óskarsdóttir, íþróttakennari, sem fer fyrir hópnum. Þátttakendur eru um 2500 talsins, en í samtökunum sem standa að ,,SheRuns" eru alls 132 þjóðir.
Lesa meira

Kúrekaþema, jííha!

Allskonar ,,þemu“ í klæðaburði hafa verið í gangi í FG þessa vikuna og fimmtudaginn 8.september síðastliðinn var kúrekaþema. Þá voru það kúrekahattar, köflóttar skyrtur og jafnvel kúrekastígvél sem voru málið. Þessir hressu nemar létu ekki sitt eftir liggja og geystust um ganga skólans dressuð sem kúrekar. Þau voru líka alveg til í eina ,,kúrekamynd“
Lesa meira

Dagmar Íris Hafsteinsdóttir fékk hvatningaverðlaun frá Háskóla Íslands

Skólanum barst fyrir skömmu sú ánægjulega frétt að fyrrum nemandi (og dúx) skólans, Dagmar Hafsteinsdóttir, hefði fengið styrk frá sérstökum sjóði Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá H.Í. segir meðal annars: ,,Dagmar Íris Hafsteinsdóttir tók nýlega við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum." Þess má geta að Dagmar var einnig í Gettu betur liði FG, sem stóð sig frábærlega í síðustu keppni. Henni er því margt til lista lagt. Óskum Dagmar innilega til hamingju.
Lesa meira

FG fékk vatnslitamynd að gjöf

Það eru til allskonar félög á Íslandi og eitt þeirra er Vatnslitafélag Íslands. Í sumar var haldið námskeið á vegum þess í FG og gestur þess var spænskur listamaður að nafni Vicente Garcia Fuentes. FG lánaði félaginu aðstöðu til sköpunarinnar og fékk að launum vatnslitamynd frá félaginu að gjöf fyrir skömmu. Það var Derek Karl Mundell, formaður Vatnslitafélags Íslands, sem færði skólameistara myndina. Þess má svo geta að einn af fyrrum kennurum skólans, Margrét Kolka Haraldsdóttir, er afburða vatsnlitamálari og hefur meðal annars sýnt verk sín opinberlega. Svo er hún líka á Instagram, hver er þar ekki, sem og veraldarvefnum.
Lesa meira