26.08.2022
Það eru til allskonar félög á Íslandi og eitt þeirra er Vatnslitafélag Íslands. Í sumar var haldið námskeið á vegum þess í FG og gestur þess var spænskur listamaður að nafni Vicente Garcia Fuentes.
FG lánaði félaginu aðstöðu til sköpunarinnar og fékk að launum vatnslitamynd frá félaginu að gjöf fyrir skömmu. Það var Derek Karl Mundell, formaður Vatnslitafélags Íslands, sem færði skólameistara myndina.
Þess má svo geta að einn af fyrrum kennurum skólans, Margrét Kolka Haraldsdóttir, er afburða vatsnlitamálari og hefur meðal annars sýnt verk sín opinberlega. Svo er hún líka á Instagram, hver er þar ekki, sem og veraldarvefnum.
Lesa meira
23.08.2022
Nemendur hjá Jóhönnu Margréti Tryggvadóttur myndlistarkennara nýtt sér góða veðrið þann 23.ágúst til sköpunar. Aðstæður gerast ekki betri til útikennslu, enda svæðið í algeru skjóli frá norðanáttinni. Bara snilld.
Lesa meira
22.08.2022
Haustönn 2022 er hafin af fullum krafti í FG og nú er ekkert kóvidvesen eða álíka leiðindi til að pirra fólk. Skólaupphafið er því fullkomlega eðlilegt og nýnemar hafa hrúgast í skólann.
Glöggir nemendur hafa sjálfsagt tekið eftir breytingum, en í sumar voru iðnaðarmenn á ferð um FG og voru að lappa upp á ýmislegt eins og sagt er. Komin er ný gangstétt fyrir framan skólann, en sú gamla var orðin heldur lúin.
Anddyri skólans hefur einnig tekið breytingum, skápar hafa verið fluttir og nýtt rými til samveru verið skapað.
Þá er félagslíf skólans væntanlega að fara á fullt og heyrst hefur af nýnemaballi í lok ágúst. Það er alltaf mikið stuð, enda eiga menntaskólaárin að vera stuð, þannig er það bara.
Lesa meira
09.08.2022
Kæru nemendur - velkomin í skólann á haustönn 2022
Opnað verður fyrir stundatöflur ekki síðar en þriðjudaginn 16. ágúst.
Töflubreytingar verða eingöngu á rafrænu formi og er hægt að sækja um breytingar frá þeim tíma sem stundatöflur eru opnar.
Lesa meira
01.06.2022
Það verður mikil endurnýjun í stjórn Nemendafélags FG (NFFG) í haust, en laugardaginn 28.maí kvöddu fimm af sex stjórnaliðum FG skólann. Þetta eru; Kristófer Breki Halldórsson, Maren Júlía Magnúsdóttir, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Helgi Már Herbertsson og Kjartan Leifur Sigurðsson. Dagmar og Kjartan voru einnig í Gettu betur-liði skólans og þá varð Dagmar einnig dúx á vorönn. Far vel öll!
Lesa meira
30.05.2022
Við brautskráningarathöfn laugardaginn 28.maí síðastliðinn voru fjórir starfsmenn FG kvaddir eftir langa og dygga þjónustu og sæmdir gullmerki skólans fyrir vikið.
Þetta voru þær; Sigríður Sigurðardóttir, myndlistarkennari, Salvör Jósefsdóttir, skólaliði, Ágústa Axelsdóttir, enskukennari og Anna Jeeves, einnig enskukennari. Bæði Sigríður og Ágústa hafa margra áratuga kennslureynslu í FG.
Þeim öllum eru þökkuð vel unnin störf og óskað gæfu og gengis.
Lesa meira
28.05.2022
Fríður hópur nemenda FG var brautskráður í blíðskaparveðri laugardaginn 28.maí, að viðstöddu fjölmenni.
Alls voru 117 nemendur brautskráðir, þarf af voru 111 sem brautskráðust með stúdentspróf, flestir af viðskiptabraut, eða 24 talsins.
Dúx að þessu sinni varð Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, með rúmlega 9 í meðaleinkunn.
Sérstök samfélagsverðlaun fengu Oddur Helgi Ólafsson og Andrea Líf Rúnarsdóttir, fyrir að vera skólanum til sóma á allan hátt og stuðla að góðum anda innan hans með hegðun, framkomu og viðmóti.
Oddur stjórnaði einnig samsöng á sænska laginu ,,Vem kan segla för utan vind“ og spilaði þar á harmónikku, ásamt Ylfu Ösp leiklistarkennara.
Þá vakti tónlistaratriði í upphafi athygli, en þá sungu þær Mirra Björt Hjartardóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir lagið ,,When I Kissed the Teacher“ eftir þá Björn Ulvaeus og Benny Andresson, úr hinni goðsagnakenndu sveit (einnig frá Svíþjóð), ABBA.
Fjöldi annarra nemenda fékk verðlaun fyrir námsárangur og annað. Það var svo Sigrún Jóhannsdóttir sem flutti skemmtilega ræðu nýstúdents.
Lesa meira
25.05.2022
Á vorönn létu kennararnir Guðbjörg Guðjónsdóttir og Sari Cedergren nemendur sína í áföngum LÍFF3le05 (lífeðlisfræði) og SKÚL2gr05 (skúlptúr) vinna saman nýstárlegt tilraunaverkefni. Tilgangurinn var að skoða og kryfja líffæri úr svínum og æfa sig í afsteyputækni. Verkefnið gekk framar vonum og hér eru nokkrar myndir frá vinnuferlinu. Ekkert er of ögrandi fyrir FG!
Lesa meira
19.05.2022
Verðlaun fyrir plakatkeppni gegn fordómum voru veitt fyrr í vikunni. Keppnin var hluti af dagskrá FG gegn fordómum á vorönn.
Það voru nemar í fjölmiðlafræði sem urðu hlutskarpastir, en plakatið sem vann bara yfirskriftina ,,Það eru litlu hlutirnir..."
Lesa meira
19.05.2022
Ljóðasýning nemenda stendur nú yfir. Að þessu sinni var ort gegn fordómum en ljóðin eru framlag til lokaáfanga íslensku.
Ljóðin eru til sýnis og lesturs við stofuna V302
Lesa meira