01.03.2023
Á morgun, fimmtudaginn 2.mars fer fram forkeppni í FG vegna Söngvakeppni framhaldskólanna. Keppni sem þessi getur reynst stökkpallur út í frekari feril á sviði tónlistar. Fjöldi keppenda verður á svæðinu til að hefja upp raust sína, og auðvitað fer keppnin í FG fram í Urðarbrunni.
Sá sem vinnur verður fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldskólanna en lokakeppnin fer fram í Kaplakrika þann fyrsta apríl og þá verður væntanlega mikið húllumhæ.
Lesa meira
01.03.2023
Það styttist óðfluga í frumsýningu á söngleiknum Heathers, sem Verðandi, leikfélag FG er að setja upp þessa dagana.
Allt er á fullu og öllu er tjaldað til. Æfingar ganga vel og er mikil spenna i hópnum.
Við erum líka spennt að sjá stykkið, enda leiksýningar Verðandi gjarnan einn helsti hápunktur félagslífsins í skólanum á hverju ári.
Fjölmargir taka þátt í uppsetningunni og hleypur kostnaðurinn á milljónum.
Hér eru nokkrar myndir frá fésbókarsíðu Verðandi, sem öllum er frjálst að skoða.
Lesa meira
27.02.2023
Nú er það ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.
FG fær verðugan andstæðing til að glíma við, en það er MR, margfaldur meistari í Gettu betur. FG er líka meistari í Gettu betur, vann keppnina árið 2018 og varð í öðru sæti í fyrra. Allt getur því gerst
Hin tvö liðin í undanúrslitum eru Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
FG mætir MR næsta laugardag, 4.mars á RÚV og hinir tveir skólarnir mætast svo viku seinna.
Vonandi verður þetta ,,naglbítur“. Áfram FG...og berjast!
Lesa meira
26.02.2023
Sigga Ózk, fyrrum nemandi og stúdent frá FG, er komin í úrslit Söngvakeppninnar. Það var ljóst laugardaginn 25.febrúar þegar Sigga flutti lagið ,,Gleyma þér að dansa“. Óhætt er að segja að Sigga hafi geislað af gleði á sviðinu og það smitaði greinilega út frá sér. Með Siggu fóru Langi Seli og Skuggarnir í úrslit með lagið Ok. Glæsilegt Sigga, við bíðum spennt og til hamingju!
Lesa meira
23.02.2023
Það líður að stóru stundinni hjá ,,okkar eigin“ Siggu Ózk, en hún mun núna á laugardaginn (25.2) stíga svið í Söngvakeppninni og freista þess að vinna hug og hjörtu landsmanna með söng sínum og framkomu.
Kannski verður hún fulltrúi Íslands í Eurovision, sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool seinna í vor?Ekki er langt síðan Sigga Ózk var nemi hér í FG. Og við styðjum hana ÖLL – ÁFRAM SIGGA!!
Lesa meira
21.02.2023
Það hefur verið mikið fjör hjá hópi nemenda úr FG sem undanfarið hafa verið að keppa í rafíþróttum í fyrsta sinni í sögu skólans.
Keppnin heitir ,,Framhaldsskólaleikarni í rafíþróttum“ (FRÍS) og keppt er í þremur tegundum leikja; Counter Strike Go, Rocket League og Valorant.
Svo vel hefur gengið hjá hópnum frá FG, sem í eru 22 keppendur, að FG er komið í sjónvarpskeppnina í einum leikjanna, Valorant.
Lið FG lenti í öðru sæti og í byrjun mars hefst útsláttarkeppnin, en hún fer fram á Stöð2 Esports.
Það er Davíð Kúld, viðskiptafræðikennari, sem séð hefur um þetta. Áfram FG!
Lesa meira
18.02.2023
Lið FG tryggði sér sæti í undanúrslitum Gettu betur með því að sigra Tækniskólann í sjónvarpssal RÚV þann 17.febrúar síðastliðinn. Lokatölur urðu 33 -23, FG í vil.
FG var þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit, en áfram eru einnig komnir skólarnir MR og Verkmenntaskóli Austurlands.
Það verða svo Flensborg og Fjölbrautaskóli Suðurlands sem keppa þann 24.febrúar um síðasta sætið í undanúrslitum. Eftir það verður svo dregið um hvaða lið mætast.
Spennan vex og vex, en við óskum þeim Aroni, Jónasi og Brynju innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira
17.02.2023
Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, er fyrrum nemandi og nýlegur stúdent frá FG og notar listamannsnafnið Sigga Ózk. Hún er nú einn af þátttakendum í Söngvakeppni RÚV, þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið.
Kynningarefni um Siggu og lag hennar var birt á www.ruv.is fyrir skömmu, en lag Siggu heitir ,,Gleyma þér og dansa“ og er eftir fjóra erlenda höfunda.
Sigga tók virkan þátt í félagslífinu í FG og söng þar, dansaði og lék leiklist af mikilli kúnst. Hún segist elska að koma fram og hafa góð áhrif á fólk. Tónlistin er með djúpar rætur í fjölskyldu Siggu, en faðir hennar, Hrafnkell Pálmarson, kemur úr einni mestu ballhljómsveit landsins, ,,Í svörtum fötum“ og leikur þar á gítar.
Við óskum Siggu að sjálfsögðu góðs gengis í Söngvakeppninni og hér má sjá kynningarmyndbandið með henni.
Lesa meira