Fréttir

Upphaf haustannar 2021

Kæru nemendur - velkomin í skólann á haustönn 2021. Opnað verður fyrir stundatöflur ekki síðar en 17. ágúst. Töflubreytingar verða eingöngu á rafrænu formi og er hægt að sækja um breytingar frá þeim tíma sem stundatöflur eru opnar. Farið er í töflubreytingar hægra megin á
Lesa meira

Arnar er í tískunni

Arnar Freyr Hjartarson er einn af þeim sem útskrifuðust frá FG í lok maí, af Listnámsbraut, í fata og textílhönnun. Arnar var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu þann 6.júní síðastliðinn. Þar segir hann að áhugi hans á tísku hafi kviknað í efstu bekkjum grunnskóla og að í tíunda bekk hafi hann ákveðið að leggja þetta fyrir sig. Í viðtalinu ræðir hann meðal annar áhrifavalda og segir frá því sem honum finnst áhugavert í sambandi við tísku. Arnar vinnur nú í fatabúðinni 17 í Kringlunni.
Lesa meira

Kvöddu FG

Í kjölfar brautskráningar þann 29.maí síðastliðinn voru þrír starfsmenn FG kvaddir, eftir farsælan feril innan veggja skólans. Þetta eru þau Svavar Bragi Jónsson, þýsku og sögukennari, Hulda Friðjónsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri og Leifur Helgason íslenskukennari. Þeim eru þökkuð störfin og óskað velfarnaðar.
Lesa meira

Stúlknatríó dúxaði!

Brautskráning fór fram í Fjölbrautaskólanum Garðabæ laugardaginn 29.5 við athöfn sem var nokkurn veginn eðlileg, miðað ástandið í samfélaginu undanfarnar vikur, en hátíðarsalur skólans, Urðarbrunnur, var setinn samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum. Að þessu sinni voru það þrjár stúlkur sem sköruðu fram úr og dúx skólans var Tinna Rúnarsdóttir með 9.1 í meðaleinkunn af Listnámsbraut. Eva Bryndís Ágústsdóttir (einnig af Listnámsbraut) og Rakel Rebekka Sigðurðardóttir af Náttúrufræðibraut komu svo fast á eftir Tinnu, með 9.0 í meðaleinkunn. Af þeim 95 sem útskrifuðust voru 26 af listnámsbrautum, 17 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsvísindabraut, 12 af hönnunar og markaðsbraut, 11 af íþróttabraut, 8 af viðskiptabrautum, 4 af alþjóðabrautum, 3 af sérnámsbraut og einn var með lokapróf af framhaldsskólabraut. Um var að ræða fjórðu ,,kóvid-útskriftina“ en vonandi þá síðustu eins og Kristinn Þorsteinsson, skólameistari kom inn á í ræðu sinni. Nám í FG er samkvæmt þriggja anna kerfi og útskýrir það aukinn fjölda útskrifta. Fjöldi nemenda fékk verðlaun fyrur góðan námsárangur, mætingu og fleira og sérstök Samfélagsverðlaun FG hlutu þær Eva Bryndís Ásgeirsdóttir og Anna Sóley Stefánsdóttir. Þessi verðlaun fá nemendur sem eru til mikillar fyrirmyndar í skólastarfinu.
Lesa meira

Brautskráning á vorönn

Brautskráning á vorönn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fer fram í Urðarbrunni laugardaginn 29.5 (á morgun) og hefst athöfnin klukkan 11.00. Þar sem búið er að rýmka sóttvarnarreglur verðu þessi athöfn með næstum því eðlilegu sniði og því fleiri viðstaddir. Þessvegna er ágætt að taka fram að gott sé að mæta tímanlega. Athöfninni verður einnig streymt á netinu (fésbók og YouTube).
Lesa meira

Ný stjórn NFFG

Nýtt fólk hefur verið valið trúnaðarstarfa fyrir nemendafélag FG, NFFG, en kosið var um miðjan maí síðastliðinn. Í aðalstjórn voru eftirfarandu kosnir:FORSETI:Helgi Már Herbertsson.VARAFORSETI:Kjartan Leifur Sigurðsson.FJÁRMÁLASTJÓRI:Kristófer Breki Halldórsson.MARKAÐSSTJÓRI:Mirra Hjartardóttir. Í önnur embætti voru þessir kosnir: SKEMMTANASTJÓRI: Maren Júlía Magnúsdóttir FORMAÐUR ÍÞRÓ.: Oddný Gunnarsdóttir FORMAÐUR MÁLFÓ.: Dagmar Íris Hafsteinsdóttir LEIKFÉLAGIÐ VERÐANDI FORMAÐUR: Sandra Dís Kristjánsdóttir VARAFORMAÐUR: Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir MARKAÐSSTJÓRI: Matthías Davíð Matthíasson SKEMMTANASTJÓRI: Laufey Birta Hansen RITARI: Steinunn Rebekka Aðalsteinsdóttir MEÐSTJÓRNANDI: Þórður Bjarni Baldvinsson ROLLAN: Breki Gunnarsson Sigurþór Kristinsson Ísak Tumi Hauksson Arnar Freyr Erlingsson Hjördís Anna Matthíasdóttir Embla Sól Laxdal SKÓLABLAÐIÐ KINDIN: VARAFORMAÐUR: Elektra Ósk Hauksdóttir FJÁRMÁLASTJÓRI: Embla Brink Gunnarsdóttir RITARI: Andrea Ruth Gísladóttir MÁLFUNDARNEFND: Andrea Dyer LJÓSMYNDAFÉLAGIÐ HOLGA: Júlían Már Jóelsson LÆKJAVINAFÉLAGIÐ: Hanna Ósk Reykjalín Lilja Björg Bjarnadóttir Ólafur Áki Kristinsson Petra Rán Traustadóttir SKEMMTINEFND: Aníta Eik Hlynsdóttir NÖRDAFÉLAGIÐ: Andri Már Ragnarsson GRILLNEFNDIN: Hassan Labyad Franklín Máni Arnarson Andri Bergmann Isaksen Teitur Julian
Lesa meira

Verðlaunafrumkvöðlar úr FG

Keppendur frá FG náðu góðum árangri þegar ungum frumkvöðlum voru veitt verðlaun fyrir skömmu. Alls átti FG sex lið í úrslitum og bestum árangri náði fyrirtækið MARÍ-GULL, varð í öðru sæti og fékk verðlaun sem kallast "Besti sjó-bissnessinn" en það framleiðir lampa úr alíslenskum ígulkerum. Vel gert!
Lesa meira

Dimmitering, já, dimmitering!

Nokkuð kröftug dimmitering átti sér stað í FG föstudaginn 14.maí, en þá heimsóttu útkriftarefni skólann stutta stund og skemmtu sér með skólafélögunum. Kóvid setti strik í reikninginn síðustu annir, en nú var þetta með eðlilegum hætti. Eins og sjá má voru búningar margskonar og halda mætti að það væru bara stúlkur að útskrifast, en svo er ekki, strákarnir voru bara einhversstaðar annarsstaðar. Próf hefjast svo í FG í næstu viku og er brautskráning þann 29.maí næstkomandi.
Lesa meira

Listasýning opnar

Í tilkynningu frá Listadeild FG kemur fram: ,,Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahóp myndlistarbrautar FG föstudaginn 14. - þriðjudagsins 18. maí í húsakynnum skólans, Skólabraut 6, 210 Garðabæ. Upplýsingaspjald um hvar einstök verk eru er í anddyri skólans. Sýningin verður opin kl. 8.10 – 16:00 en lokað um helgina. Aðgangur er ókeypis á sýninguna. Sýningin er afrakstur vinnu 12 nemenda í lokaáfanga á Myndlistarsviði listnámsbrautar. Viðfangsefni þeirra eru ólík og hefur hver og einn þróað eigin aðferðir og efnistök. Nemendur sem eiga verk á sýningunni: Aron Daði Jakobsson Rögnuson Birta Dögg Snorradóttir Dagbjört Anna Arnarsdóttir Dagný Birta Dan Ólafsdóttir Friðbjörg H Alexandersdóttir Hrafnhildur Þór Árnadóttir Inga Rún Svansdóttir Jón Hákon Þórsson Jónína Arndís Guðjónsdóttir Ragnheiður Sól Haraldsdóttir Sólrún Dís Valdimarsdóttir Tinna Rúnarsdóttir Athugið að aðgangur að verki Dagbjartar Önnu Arnarsdóttur í stofu F110 á fyrstu hæð er takmarkaður: föstudaginn 14.maí verður opinn aðgangur að verki hennar kl. 8.10-10.30 og aftur kl. 14.30-16.00 mánudaginn 17.maí verður síðan opið kl. 10.30-13.10 og aftur kl. 14.30-16.00 þriðjudaginn 18.maí verður opið kl. 12.35-16.00."
Lesa meira

Leg kvaddi - uppselt á lokasýningu

Það var mikill fögnuður sem braust út meðal leikenda og aðstandenda söngleiksins Legs, þegar ,,tjaldið féll" - en síðasta sýning fór fram fyrir fullu húsi 9.maí síðastliðinn. Þetta var erfið fæðing, eins og sagt er því fyrr í vor þurfti að fresta leiksýningunni vegna kóvid. Nú small hinsvegar allt saman og í heild voru sýndar hátt í tugur sýninga. Aðsókn var ágæt að sögn heimildarmanns fg.is og var uppselt á nokkrar sýningar. Þetta var mikið fjör og orkan í sýningunni mikil, en tíðindamaður fg.is var á lokasýningunni. Enn ein sönnun þess að starf Verðandi, leikfélags FG, er frábært!
Lesa meira