Fréttir

Jólahlýja frá nemendum til kennara

Hún hlýjaði um hjartarætur kennara FG, gjöfin sem blasti við þeim mánudagsmorguninn 14.desember. ,,Leynifélag" nemenda hafði tekið sig til og keypt góðgæti handa kennurum og látið fylgja með falleg orð. Það var ekki vanþörf á þessu, því undanfarnar vikur og mánuðir hafa reynt á alla, bæði kennara og ekki síst nemendur. En allir hafa gert sitt besta. Þetta var virkilega falleg gjöf og er ,,Leynifélagi" nemenda þakkað kærlega fyrir. Frá þessu skemmtilega ,,uppátæki" var meðal annars sagt frá á mbl.is og ruv.is. Kennslu fyrir jól er nú að ljúka í FG og samkvæmt dagatali skólans á hún að hefjast aftur mánudaginn 4.janúar 2021. GLEÐILEG JÓLIN!
Lesa meira

Pálmar Ragnarsson í rafræna heimsókn

Á miðvikudag fengum við Pálmar Ragnarsson í rafræna heimsókn til okkar í FG til að tala um jákvæð samskipti. Frábær þátttaka. Takk fyrir okkur Pálmar
Lesa meira

FG vann spunakeppnina Leiktu betur 2020

Nemendur frá FG unnu spunaleiklistarkeppnina „Leiktu betur 2020“ sem fram fór í nóvember. Í keppninni voru nokkrir aðrir mennta og framhaldsskólar. Keppnin fór að þessu sinni fram á Zoom (hvað er það???) og fengu keppendurnir fjórir frá FG úthlutað sérstökum leikstíl, sem þau áttu að spinna út frá. Að spinna þýðir í raun að búa til á staðnum. Skemmst er frá því að segja að þau Karín Dís, Hugi Einarsson, Stefán Óskar og Ólafur Dofri unnu keppnina. Fengu þau í verðlaun verðlaunagrip, sem var (og er) búinn að vera hér í FG frá því í fyrra, því FG vann líka þá. Það þurfti því ekkert að þvæla verðlaunagripnum úr FG. Það var Starkaður Pétursson, fyrrum nemandi hér í FG, sem þjálfaði og valdi liðið í keppnina. Vel gert!
Lesa meira

LEG verður söngleikur vorsins 2021 - Hugleikur skrifar og Birna Rún stýrir

Þrátt fyrir kóvid og önnur leiðindi tengd því heldur lífið áfram og Leikfélag FG, Verðandi, er engin undantekning frá því. Nú er búið að ákveða hvaða söngleikur verður tekinn til sýninga á vordögum 2021. Á fésbókarsíðu Verðandi segir:"Leg fjallar um unga stelpu sem er í menntaskóla í Garðabæ. Hún verður ófrísk og þarf að taka ákvörðun um framtíð hennar á meðan líf hennar er á niðurleið. Leg er stórskemmtilegur, litríkur og bráðfyndinn söngleikur fyrir alla aldurshópa." Höfundur verksins er einn frægasti skopteiknari landsins, Hugleikur Dagsson. Leikstjórinn, eða leikstýran, er Birna Rún Eiríksdóttir. Hún kemur á ,,fornar slóðir" en hún er fyrrum nemandi hér í FG. Spennó! Hér má sjá kynningarmyndband um LEG.
Lesa meira

Opinn fundur fyrir aðstandendur nemenda

Stjórnendur skólans verða með opinn fund fyrir aðstandendur nemenda fimmtudaginn 3.des. kl. 17:00. Fundurinn fer fram á Zoom og mun skólameistari, aðrir stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar sitja fyrir svörum. Fundurinn hefst með stuttri framsögu frá skólameistara en aðstandendur geta sent inn fyrirspurnir í gegnum spjallið á Zoom. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir fyrir fundinn á fg@fg.is. Einnig má senda fyrirspurnir á það netfang á meðan fundurinn stendur yfir. Slóð á fundinn verður send út á fimmtudaginn í tölvupósti og með sms skilaboðum.
Lesa meira

Brautskráning í FG - Blær fékk samfélagsverðlaunin

Brautskráning af haustönn 2020 var haldin í Fjölbautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 21.nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni voru 30 nemendur brautskráðir, flestir af viðskipta og listnámsbrautum. Þessi brautskráning var mjög óvenjuleg, þar sem einungis stúdentarnir og örfáir úr starfsliði skólans voru viðstaddir. Það er að sjálfsögðu vegna þess óskemmtilega fyrirbæris er ber heitið ,,kórónaveiran“. En allri athöfninni var streymt á netinu og þar gátu vandamenn og vinir fylgst með. Að venju voru veitt ýmisleg verðlaun, bæði fyrir námsárangur og skólasókn, en samfélagsverðlaun FG að þessu sinni hlaut Blær Hinriksson. Þessi verðlaun eru veitt þeim nemendum sem skara fram úr í samskiptum við bæði nemendur, kennara og aðra sem vinna í skólanum. Flutt var tónlist, ræður haldnar og að lokum kvöddu svo stúdentarnir FG með húfur á kolli og fóru út í fremur kaldan, en stilltan nóvemberdaginn, til að hitta fjölskyldur og ættingja. FG óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

Brautskráning haustannar 2020

Brautskráning haustannar fer fram kl. 11 í Urðarbrunni laugardaginn 21. 11. 2020. Athöfninni verður streymt á YouTube og er slóðin https://youtu.be/uU9RIkKqRNM
Lesa meira

Upphaf miðannar 2020-21

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 16. nóvember. Kennsla á sérnámsbraut og á listnámsbraut verður að mestu í skólanum.
Lesa meira

Próf hefjast á morgun - 2. nóvember

Próf hefjast í FG mánudaginn 2.nóvember. Prófdagar eru 2. og 3.nóvember og 4.nóvember er sjúkraprófsdagur. Vegna hertra sóttvarnarðagerða eru mjög mörg próf núna rafræn og var sumum prófum breytt úr skriflegum í rafræn með stuttum fyrirvara. Kennarar hafa tilkynnt það í tilfellum sem við á. Sömu reglur eiga hinsvegar við þessi próf t.d. varðandi veikindi, sé nemandi veikur skal tilkynna það til skrifstofu í síma 5201600
Lesa meira

Stofnun ársins: FG í öðru sæti í sínum flokki

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?
Lesa meira