Fréttir

Sérnámsnemar grilluðu

Nemendur á Sérnámsbraut nýttu sér blíðuna þann 8.maí síðastliðinn og grilluðu sér góðgæti. Þeir eru nánast einu nemendurnir sem eru í skólanum, eftir að slakað var á samkomubanninnu fyrir skömmu. Með á myndinni eru þær Hrafnhildur og Guðmunda, sérkennarar. Gott að lífið er smám saman að færast í eðlilegt horf.
Lesa meira

Frumkvöðlanemar í FG fengu verðlaun

Nú eru úrslit kunn í keppni frumkvöðla sem fram fór um daginn og nemendur hjá Tinnu Ösp tóku þátt í. Alls átti FG fimm fyrirtæki í topp 25 í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla. Fyrirtækið Draumaljós hreppti þriðja sætið og Mysey var valið besta matvælafyrirtækið. Flottur árangur og til hamingju!
Lesa meira

Frumkvöðlar frá Tinnu kepptu

Nemendur hjá Tinnu Ösp í frumkvöðlafræði tóku þátt í keppni frumkvöðla fyrir skömmu, en alls voru fyrirtækin frá FG alls 13 talsins. Undir venjulegum kringustæðum hefðu fyririrtækin sem nemendurnir sköpuðu haft sölusýningu í Smáralindinni, en það gekk ekki að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Þess vegna var fyrirkomulagið þannig núna að allir seldu á netinu (eins og allir eru að gera núna). Einnig sendu liðin/fyrirtækin inn myndbönd. Úrslit verða tilkynnt þann 6.maí næstkomandi.
Lesa meira

Páskakveðjur til nemenda FG

Okkur langaði að senda ykkur kveðju inn í páskafríið. Þið eruð búin að standa ykkur frábærlega síðustu vikur. Gleðilega páska
Lesa meira

Tilkynning frá skólameistara FG, föstudaginn 27.mars 2020

Kæru nemendur og forráðamenn. Nú eru komnar tvær vikur síðan hurðinni var lokað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eins og í öðrum framhaldsskólum landsins. Í einum vettfangi var kennslunni breytt í dreifnám. Eitthvað sem hafði ekki áður verið gert í FG. Kennt eftir stundatöflu, en með rafrænum hætti. Ég get ekki annað en dáðst að nemendum og kennurum. Báðir aðilar hafa sýnt hugmyndaauðgi og dugnað. Nú er ein vika fram að páskum og þá fá nemendur og kennarar verðskuldað hlé. Á þessari stundu vitum við ekki hvernig skólastarf verður eftir páska. Þó er rétt fyrir nemendur að búa sig undir það að kennslan verði með sama formi eftir páska. Þó vil ég taka skýrt fram að við gerum ráð fyrir að annarlok breytist ekki, við munum brautskrá nemendur 30. maí. Miðannarmat verður skráð í næstu viku og getið þið í lok vikunnar séð hvar þið, nemendur, standið. Talsvert er eftir af önninni og hvet ég ykkur sem alltaf áður að leggja ykkur fram og leita aðstoðar ef þið eruð í erfiðleikum. Foreldrum ráðlegg ég að fylgjast vel með námi og veita aðstoð. Oft er þörf en nú er nauðsyn, stuðningur foreldra getur skipt sköpum við svona aðstæður. Kæru nemendur þiggið þá aðstoð sem í boði er og leyfið foreldrum að fylgjast með. Kv, Kristinn Þorsteinsson skólameistari.
Lesa meira

Tilkynning frá skólameistara í lok fyrstu "kóvid-vikunnar"

Kæru nemendur og foreldrar Nú eru liðin ein vika í breyttu námsfyrirkomulagi. Sem fyrr er ég fullur aðdáunar á nemendum og kennarum. Báðir aðilar hafa tekist við þessar aðstæður af krafti og sýnt mikla útsjónarsemi. Nú eru tvær vikur til páska og alveg ljóst að engin staðkennsla mun verða á þeim tíma. Við erum ólík og breytt fyrirkomulag reynist okkur miserfitt bæði kennurum og nemendum. Því bið ég foreldra um að fylgjast vel með hvernig gengur og hafa samband við náms- og starfsráðgjafa ef nemendur lenda í erfiðleikum. Hægt er að hringja í skólann 520 1600 virka daga frá kl. 8-15 og fá samband við náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur. Ef þeir eru uppteknir verður hringt til baka. Einnig er hægt að senda tölvupóst en sjá má öll netföng hér: www.fg.is/is/foreldrar/nefndir-og-rad/starfsfolk Nú er þriðjungur nemenda í sóttkví og fjöldi starfsmanna einnig og ekki ólíklegt að það einhverskonar met. Ég þakka viðbrögð nemenda og foreldra við póstum varðandi sóttkví. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sýktir af Covid-19 og virðast sýkingar koma úr ýmsum áttum. Í næstu viku eru þrír hefðbundnir kennsludagar. Fimmtudagur og föstudagur eru námsmatsdagar og er þá tilvalið að líta á stöðuna og vinna upp það sem hefur dregist aftur úr. Ef einhverjir nemendur vantar tölvubúnað bið ég þá um setja sig í samband við náms- og starfsráðgjafa. Við munum reyna að aðstoða eins og hægt er. Að lokum minni ég alla á að njóta þess að vera í samneyti við sitt fólk. Það hafa allir upp á eitthvað að bjóða. Góða helgi, Kristinn Þorsteinsson, stoltur skólameistari FG.
Lesa meira

Fleiri högg vegna kórónaveiru

Kórónaveiran heldur áfram að valda vandræðum. Nú hefur smit lætt sér í raðir starfsmanna og nokkur fjöldi starfsmanna nú í sóttkví. Einnig er fjöldi nemenda í sóttkví. Það er því alveg ljóst að skólastarf er mjög úr skorðum. En alla þessa viku hafa kennarar haldið uppi fjarnámi fyrir nemendur sína og óhætt er að segja að það hafi gengið vel. Sama verður uppi á tengingnum í næstu viku, en fimmtudagur og föstudagur verða samkvæmt upprunalegri áætlun námsmatsdagar, en þá fara kennarar yfir verkefni, próf og annað slíkt. Þá verður engin kennsla. Niðurstaðan er þessi: Það eru allir að reyna að gera sitt besta til að lágmarka skaðann. Gangi okkur öllum vel að glíma við þessa óværu. Góðar stundir!
Lesa meira

Mikilvæg tilkynning frá skólameistara FG

Kæru nemendur, aðstandendur og forráðamenn. Nú er orðið ljóst að ekki verður kennt í dagskóla næstu vikurnar eða allavega fram að páskum. Þessu fylgir óhjákvæmilega talsvert rask fyrir nemendur og kennara. Við munum engu að síður kappkosta að halda úti kennslu á eins markvissan hátt og okkur er unnt. Öllum ætti þó að vera ljóst að lokun dagskólans reynir mikið á nemendur og foreldra. Því meira sem nemandinn leggur á sig því líklegri er hann til að ná þeim árangri sem stefnt er að á þessari önn. Það er algjört lykilatrið að fygjast vel með tölvupóstum frá skólanum. Vegna samkomubannsins mun FG grípa til eftirfarandi aðgerða: Skólahúsnæði FG verður lokað fyrir nemendur í samræmi við ákvæði samkomubanns. Kennarar halda uppi kennslu í sínum áföngum með aðstoð Innu. Kennsla fer fram eftir stundatöflu utan þess að fyrstu tímar byrja klukkan 9:00 í stað 8:10. Kennarar stofna umræðuþræði í námshópum sínum fyrir hvern tíma í stundatöflu. Kennarar merkja viðveru í Innu á grundvelli þátttöku í umræðuþráðunum. Kennslan fer fram í gegnum umræðuþráðinn þar sem spurningum nemenda er svarað, verkefni lögð fyrir og útskýrð. Í einhverjum tilfellum munu kennarar styðjast við fjarfundabúnað og munu þeir upplýsa um það í gegnum Innu. Utan verkefnatíma skila nemendum verkefnum sem fyrir þá eru lögð. Fjarvistir verða skráðar sem áður og ber að tilkynna veikindi í gegnum Innu. Kennarar munu endurskoða námsáætlanir fram að páskum og láta nemendur vita af þeim breytingum. Námsráðgjöf verður í boði sem fyrr. Auður og Dagný námsráðgjafar verða með símatíma frá 9:00 - 14:00. Einnig er hægt að senda þeim fyrirspurnir í tölvupósti, audur@fg.is og dagny@fg.is. Við hvetjum nemendur eindregið til að nýta sér þjónustu þeirra. Hægt er sjá netföng allra starfsmanna á heimasíðu skólans www.fg.is . Einnig má senda fyrirspurnir á fg@fg.is og verður þeim komið á viðeigandi staði. Sími skólans er 520 1600 og verður svarað í síma frá 8:00 - 15:00 sem fyrr. Auðvitað er margt óljóst ennþá og fjölmargar spurningar eiga eftir að vakna hjá nemendum, foreldrum og kennurum. Við munum svara þeim eftir bestu getu og tilkynna um allar breytingar eins fljótt og unnt er. Þetta eru fordæmalausir tímar, en við erum sannfærð um að við munum yfirvinna alla erfiðleika og í sameiningu ljúka þessari önn. Með skólakveðju, Kristinn Þorsteinsson Skólameistari
Lesa meira

Upplýsingar til aðstandenda nemenda 18 ára og eldri

Kæru aðstandendur Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu
Lesa meira

Tölvupóstur frá skólameistara FG til nemenda, foreldra og forráðamanna

Það hefur varla farið framhjá neinum að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Covid-19 veirunnar. Mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum frá landlækni (www.landlaeknir.is) og almannavörnum (www.almannavarnir.is) og fylgja öllum leiðbeiningum og fyrirmælum í hvívetna.
Lesa meira