Fréttir

Reimt frumsýndur - sló í gegn

Söngleikurinn Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, við tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, var frumsýndur í Urðarbrunni föstudaginn 6.mars við mikinn föngnuð áhorfenda. Það er óhætt að segja að um sé að ræða enn einn ,,leiksigurinn" fyrir Verðandi, leikfélag FG og ekki var annað að heyra en að gestir hafi skemmt sér konunglega. Upplýsingar um næstu sýningar og miða er að finna á www.tix.is. Til haminguju FG!
Lesa meira

Sylvía Sara dúxaði á miðönn

Brautskráning á miðönn 2019-2020 fór fram í FG þann 28.febrúar. Þá brautskráðist einn minnsti hópur í sögu FG (28 nemendur), en fjörið á útskriftinni var þeim mun meira. Þetta var önnur brautskráningin í hinu nýja 3ja anna kerfi og fyrsta "miðannarútskriftin". Dúx að þessu sinni var Sylvía Sara Ólafsdóttir, af Nátturfræðabraut og var meðaleinkunn hennar 9.4. Haukur Guðnason af Lístnámsbraut flutti ávarp nýstúdents, sem vakti gríðarlega lukku. Einnig voru flutt atriði úr nýju leikriti, Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem frumsýnt verður þann 6.mars næstkomandi, en það er leikfélag FG, Verðandi sem sýnir.
Lesa meira

Reimt á lokametrunum!

Æfingar standa yfir á fullu á Reimt, nýja leikriti Verðandi, leikfélags FG. Tíðindamaður leit við á æfingu, þar sem verið var að undirbúa svokallað rennsli, en þá er rennt yfir stykkið í heild sinni. Frumsýning er 6.mars næstkomandi. Ekki var annað skynjað á andrúmslofti æfingarinnar en að allt væri í góðum gír, leikrstjórinn og höfundurinn, Karl Ágúst Úlfsson gaf skipanir (enda hlutverk hans) og leikara hituðu upp með dansi og öðru glensi. Spennó! Miðasala er á Tix.is
Lesa meira

Vorönn 2020 hefst

Kennsla á vorönn 2020 hefst með hefðbundnu sniði þriðjudaginn 25.febrúar með hraðtöflu. Nemendum er bent á að kynna sér hana vel, sem og aðrar upplýsingar um námið, s.s. námsáætlanir og annað á INNU. Það er ýmislegt í gangi á vorönn, en hæst ber ef til vill frumsýningu á leikritinu Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Frumsýning verður þann 6.mars og þá er alltfa mikið húllumhæ. Svo eru páskar á sínum stað, með tilheyrandi. Vorönn líkur svo þann 30.maí þegar um 100 nemendur munu kveðja FG, sem er óvenju stór útskriftarhópur.
Lesa meira

Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14.febrúar

Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar er ekki mælt með að fólk sé á ferli en haldi sig frekar heima. Þeir sem eiga að mæta í próf á morgun geta komið í próf mánudaginn 17. febrúar. Próf sem eiga að vera kl. 9 á morgun verða haldin kl. 9 á mánudag. Próf sem eiga að vera kl. 13:00 á morgun verða kl. 11 á mánudag. Sjúkrapróf fyrir fimmtudaginn 13. febrúar verða kl. 9:00 nk. mánudag eins og til stóð. Kjósi nemendur að mæta til prófs á morgun þá mun verða boðið upp á þeir geti tekið sín próf samkvæmt próftöflu. Mælt er þó með að enginn taki neina áhættu og fylgi ábendingum yfirvalda vegna rauðrar viðvörunar. Kveðja, Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari
Lesa meira

Opið hús 11.mars - allir velkomnir!

Opið hús verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 11.mars kl.15.30 til 17.00. Þá gefst nemendum, sem hyggja á nám í framhaldsskóla, tækifæri á að kynna sér námsframboðið í FG, en í skólanum eru alls níu námsbrautir (www.fg.is => námið). Einnig er tilvalið að spyrja út í 3ja anna kerfið, sem tekið var upp síðastliðið haust. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

FG í 8 liða úrslit í Gettu betur og Morfís - bein sjónvarpsútsending í Gettu betur á föstudag

Föstudaginn 7.febrúar hefur FG sjónvarpsþátttöku sína í Gettu betur, þegar okkar fólk mætir ,,spútnik-liði" keppninnar í ár, liði Fjölbrautaskólans í Ármúla, FÁ. Nokkuð er um liðið síðan FÁ hefur komist svona langt í Gettu betur, sem gerir málið óneitalega spennandi. Það er einnig gaman frá því að segja að Morfís-lið FG er komið í 8-liða úrslit í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna á Íslandi (MORFÍS). Nokkuð er um liðið frá því það hefur gerst. Keppendur í Morfís fyrir FG eru :Hrefna Hlynsdóttir, Marta Alda Pitak, Eva Bryndís Ágústsdóttir og Daníel Breki Johnsen (forseti NFFG). Þjálfarar eru :Arnar Kjartansson,María Rós Kaldalóns, Agnes Emma Sigurðardóttir og Íris Embla Jónsdóttir. Óskum báðum liðum góðs gengis - áfram FG!
Lesa meira

FG fékk viðurkenningu vegna umhverfismála

Imbrudagar 2020 hófust miðvikudaginn 29.janúar með því að FG fékk verðlaun frá Umhverfisstofnun fyrir gott starf í umhverfismálum. Þar á eftir fylgdi fyrirlestur sem Andri Snær Magnason, rithöfundur hélt. Ræddi hann að sjálfsögðu um umhverfismálin, fyrir fullum sal nemenda.
Lesa meira

IMBRA 2020 hefst miðvikudaginn 29.janúar

Imbru-dagar 2020 hefjast formlega miðvikudaginn 29.janúar með fyrirlestri Andra Snæs Magnasonar í Urðarbrunni. Þar á eftir fylgir svo vönduð (og vonandi skemmtileg) dagskrá fyrir nemendur FG. Árshátíð nemenda rekur svo smiðshöggið á Imbruna á fimmtudagskvöldið. Engin kennsla er síðan á föstudaginn og hefst kennsla í FG ekki aftur fyrr en mánudaginn 3.febrúar. Kennslu á miðönn lýkur síðan miðvikudaginn 12.febrúar. Hvetjum nemendur til að skrá sig á viðburði og taka þátt í Imbrunni.
Lesa meira