01.11.2020
Próf hefjast í FG mánudaginn 2.nóvember. Prófdagar eru 2. og 3.nóvember og 4.nóvember er sjúkraprófsdagur.
Vegna hertra sóttvarnarðagerða eru mjög mörg próf núna rafræn og var sumum prófum breytt úr skriflegum í rafræn með stuttum fyrirvara. Kennarar hafa tilkynnt það í tilfellum sem við á.
Sömu reglur eiga hinsvegar við þessi próf t.d. varðandi veikindi, sé nemandi veikur skal tilkynna það til skrifstofu í síma 5201600
Lesa meira
16.10.2020
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?
Lesa meira
16.10.2020
Fjölbrautaskólinn í Garðabær varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?
Lesa meira
07.10.2020
Allt skólastarf í FG er nú með álíka hætti og varð í lok mars þegar Kóvid-plágan skall á landsmönnum.
Bæði kennarar og nemendur eru þó að gera sitt ítrasta til þess að halda skólastarfinu sem ,,venjulegustu" undir þessum sérkennilegu kringumstæðum.
Listnám er (enn) kennt með hefðbundum hætti og sérnámsbraut starfar að hluta til með eðlilegum hætti.
Lítið hefur verið um atburði meðal nemandi, en það er þó ekki þar með sagt að ekkert gerist í FG.
Fyrir skömmu kynnti NFFG, nemendafélagið, nýtt APP til sögunnar fyrir nemendur. Nú þegar eru fréttir, viðburðir, upplýsingar um nemendafélagið og skólakortsafslætti í appinu. En samkvæmt Önnu Sóley, forseta FG er á dagskrá er að setja stundatöflu þarna inn, skólakortið og alla sölu. ,,Appið er í stöðugri þróun,“ sagði Anna Sóley við FG.is
Þá stóð NFFG einnig fyrir viðburði, svokölluðu ,,netuppistandi“ með rithöfundinum og grínaranum Bergi Ebba í hádeginu þann 7.október síðastliðinn. Fór þetta fram á fésbókarsíðu skólans.
Kennslu á haustönn lýkur svo þann 30.október og þá hefjast próf, sem verða að miklu leyti rafræn. En mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum um þau, bæði frá kennurum og skólayfirvöldum.
Miðönn hefst svo þann 16.nóvember næstkomandi. Þá verður ástandið vonandi orðið skárra.
Lesa meira
15.09.2020
Það er margt leiðinlegt sem fylgir árans Kóróna-veirunni. Eitt það skemmtilegasta sem gerist í lífi hvers einstaklings er einmitt að byrja í menntaskóla, fari viðkomandi í menntaskóla! Og það er fátt skemmtilegra en að fara t.d. á busaball, sýna sig og sjá aðra og fleira slíkt. Því er hinsvegar ekki að fagna á þessum hrútleiðinlegu kóróna-tímum sem við lifum á. Um þetta var fjallað í frétt á RÚV, þ.e.a.s félagslífið í framhaldsskólunum. Í fréttinni var meðal annars rætt við forseta NFFG, hana Önnu Sóley.
Lesa meira
07.09.2020
Nú er í gangi átakið plastlaus september og FG tekur að sjálfsögðu þátt í því, enda umhverfisvænn skóli. Miklu skiptir að fara rétt með plastið, en helst að sleppa því að nota það. Hér eru frekari leiðbeiningar: https://plastlausseptember.is/taktu-skrefid/
Lesa meira
28.08.2020
Nemendur FG hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Nemendur geta keypt ársaðgang að Snöru til að hafa heima á aðeins 990 kr.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á Snöru með Microsoftinnskráningu og skólanetfanginu.
Lesa meira
19.08.2020
Framan af önn mun allt skólastarf litast af sóttvörnum. Grunnstoðir þess starfs eru eftirfarandi:
• Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna.
• Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.
• Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.
Lesa meira
24.06.2020
Innritun nýnema í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir skólaárið 2020-2021 er nú lokið. Skólanum bárust afar margar umsóknir eða 630 talsins. Samtals voru um 200 nemendur innritaðir á átta brautir skólans og það var erfitt að þurfa að hafna góðum nemendum en við óskum þeim velfarnaðar. Við afgreiðslu umsókna var horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut.
Við bjóðum alla nýnema innilega velkomna í FG og við hlökkum til að sjá ykkur í haust.
Lesa meira
30.05.2020
Brautskráning á vorönn 2020 fór fram í Urðarbrunni laugardaginn 30.maí kl. 11.00, að viðstöddum brautskráningarefnum, helstu stjórnendum og tækniliði skólans.
Kóvid-veiran illskeytta setti því mjög svip sinn á þessa hátíðlegu athöfn, sem send var út beint á netinu fyrir aðstandendur. Kennarar biðu á kennarastofu skólans og fögnuðu síðan nemendum utandyra í lok athafnar.
Allt þetta breytti því þó ekki að hátíðlegur andi sveif yfir vötnum og athöfnin hin ánægjulegasta.
Alls voru 103 nemendu er sem kvöddu FG að þessu sinni, en af þeim voru 100 sem brautskráðust af stúdentsbrautum. Dúx að þessu sinni var Egill Andrason af listnámsbraut, með 9,5 í meðaleinkunn. Alls voru sex nemendur í hópnum með yfir 9,0 í meðaleinkunn.
Þá flutti Egill ennfremur eigið lag og texta á athöfninni, Óðurinn til vináttunnar. Helga S. Jónsdóttir, Ugla Helgadóttir og Hrefna Hlynsdóttir fluttu einnig í byrjun athafnar lagið „Coming Home“ eftir Sigurjón Brink og Valgerður L. Guðmundsdóttir flutti fína ræðu nýstúdents.
Fjöldi nemenda fékk svo hinar ýmsu viðurkenningar, bæði fyrir góðan árangur í námi og mætingu.
Hér er textinn eftir Egil: Óðurinn til vináttunnar.
Hlátrasköll ég heyri ennþá.
Hróp og hamingja.
Aðeins auðæfi úr manni
mig umkringja.
Framtíðar fortíðarþrá
Finn ég grípa um mig
leiði yfir að lífsgranni
fari að færa sig.
Þetta er óðurinn til vináttunnar
Un þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst.
Saga eftir sögu, ævintýr,
saman allt er best.
Fyrir skilnað okkar
um bið ég skilafrest.
Við kaflaskiptum má alltaf við búast.
Þú ert ekki alveg eins og þú varst
en við njótum á meðan kostur er.
Þetta er óðurinn til vináttunnar.
Um þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst.
Í gegnum súrt og sætt
mína daga litið svo skært.
Á réttri stund, á réttum stað
við komum saman.
Er nú komið að kveðjukossum
Ég kveð ykkur um hríð.
Strembið er að sigra
saknaðarstríð
Þetta er óðurinn til vináttunnar
Þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst
Í gegnum súrt og sætt
mína daga litið svo skært.
Á réttri stund, á réttum stað
við komum saman.
Lesa meira