09.01.2020
Lið FG hóf keppni í spurningarkeppni framhaldskólanna, Gettu betur, mánudaginn 8.janúar þegar liðið mætti Menntaskólanum í Borgarfirði. Lauk þeirri viðureign með sigri okkar fólks, FG vann með 22 stigum gegn 16 stigum Borgfirðinga. Þar með er ljóst að FG er komið í aðra umferð keppninnar, en þá mætast lið FG og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Besti árangur FG í Gettu betur var árið 2018 þegar lið FG vann keppnina. Lið FG skipa (f.v.): Kjartan Leifur Sigurðsson, Sara Rut Sigurðardóttir og Óttar Egill Arnarsson. Þjálfarar liðsins eru meðal annars liðsmenn sigurliðsins frá 2018. Það er víst æft stíft um þessar mundir. Gott gengi!
Lesa meira
16.12.2019
Nemendafélag FG, NFFG, hélt fyrir skömmu góðgerðarbingó í Urðarbrunni og tókst það með ágætum. Það var haldið til styrktar Barnaspítala Hringsins, en Hringurinn er kvenfélag sem stofnað var árið 1904 og hefur styrkt Barnaspítalann dyggilega í gegnum árin. Fulltrúar NFFG, Anna Sóley og Eygló Birna skruppu síðan niður á Barnaspítala eftir bingóið og afhentu þar gjafir, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vel gert NFFG, góð samfélagsvitund!
Lesa meira
13.12.2019
Hinseginfélag FG var stofnað í Fjölbrautaskólanum Garðabæ þann 11.desember síðastliðinn, en undirbúningur þess hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á stofnfundinum var Jóhann Gunnarsson kosinn formaður og Daníela Ehman í stöðu ritara. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er markmið þess meðal annars...,,að gera hinsegin nemendum skólans kleift að geta verið eins og þau eru og búa til öruggt samfélag innan veggja skólans fyrir hinsegin fólk." Einnig er markmið að fræða bæði nemendur og kennara um notkun fornafna og að vinna gegn fordómum, standa að viðburðum og öðru slíku.
Lesa meira
13.12.2019
Föstudaginn 13(!) desember síðastliðinn tóku nokkrir nemendur sig til í anddyri skólans og skelltu í hraðskákmót á meðan dagsbirtu naut. Eins og sjá má á neðri myndinni var allt "í beinni" á samfélagsmiðlum. Hart var tekist á og mannfallið mikið! Talið er að sögu skákarinnar megi rekja að minnsta kosti 1500 ár aftur í tímann, til Indlands, og þess svæðis sem einu sinni kallaðist Persía. Þess má einnig geta Íslendingar eiga óvenju marga stórmeistara í skák, miðað við hina margfrægu höfðatölu. Gott ef við áttum ekki, eða eigum heimsmet í þessu. Hvernig væri nú að skella í Skákfélag FG?
Lesa meira
12.12.2019
Nemendur hjá Ingibjörgu textílkennara hafa verið að skreyta skólann í skammdeginu og hér má sjá dæmi um afrakstur vinnu þeirra.
Lesa meira
10.12.2019
Vegna veðurs fellur öll kennsla niður í FG eftir hádegi þann 10.desember.
Lesa meira
09.12.2019
Vegna veðurspár fyrir næsta sólarhring hefur skólameistari FG sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Kæru nemendur og forráðamenn: Vegna slæmrar veðurspár hvet ég nemendur utan höfuðborgarsvæðisins til að halda sig heima á morgun.
Hvað aðra nemendur varðar þá mun veðrið ekki skella á fyrr en seinnipartinn og munum við skoða ástandið í fyrramálið hvað varðar kennslu eftir hádegi.
Lesa meira
06.12.2019
Næsta vika er síðasta heila kennsluvikan í FG fyrir jól. Kennslu lýkur síðan formlega þriðjudaginn 17.desember, en dagarnir 18. og 19.des eru námsmatsdagar.
Kennsla hefst síðan aftur eftir jól mánudaginn 6.janúar og þá verður komið árið 2020. Hugsa sér!
Lesa meira
28.11.2019
Innanhúsmót FG í körfubolta var haldið miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Átta lið voru skráð til leiks, spilað var í tveimur riðlum og tvö efstu lið úr hvorum riðli léku til úrslita. Það voru nemendur af íþróttabraut úr áfanganum ÍÞRG3kk05 sem sáu um að setja mótið upp og framkvæma. Að lokum stóðu þeir Aron, Ernir og Magnús uppi sem sigurvegarar.
Lesa meira
18.11.2019
Hið alþekkta Salsa-ball FG verður haldið á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fólk er búið að panta tíma í "brúnkun" og hvaðeina, því enginn vill vera eins og næpa á ballinu. Upphitunin á öldum ljósvakans er einnig komin á fullt, Útvarp Salsa, fm 106,5 er komið í loftið. Tíðindamaður fg.is leit við í stúdíóinu og þar var margt um manninn, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það var símatími í gangi og því lítið spjallað. Ritari komst þó að því að sá með hvítu derhúfuna, er sjálfur útvarpsstjórinn, hann Andri Páll Guðmundsson. Á ballinu taka Stuðmenn, band kvöldsins, MJÖG sennilega þetta lag (frá tónleikum í Royal Albert Hall í London).
Lesa meira