Fréttir

Vorönn 2020 hefst

Kennsla á vorönn 2020 hefst með hefðbundnu sniði þriðjudaginn 25.febrúar með hraðtöflu. Nemendum er bent á að kynna sér hana vel, sem og aðrar upplýsingar um námið, s.s. námsáætlanir og annað á INNU. Það er ýmislegt í gangi á vorönn, en hæst ber ef til vill frumsýningu á leikritinu Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Frumsýning verður þann 6.mars og þá er alltfa mikið húllumhæ. Svo eru páskar á sínum stað, með tilheyrandi. Vorönn líkur svo þann 30.maí þegar um 100 nemendur munu kveðja FG, sem er óvenju stór útskriftarhópur.
Lesa meira

Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14.febrúar

Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar er ekki mælt með að fólk sé á ferli en haldi sig frekar heima. Þeir sem eiga að mæta í próf á morgun geta komið í próf mánudaginn 17. febrúar. Próf sem eiga að vera kl. 9 á morgun verða haldin kl. 9 á mánudag. Próf sem eiga að vera kl. 13:00 á morgun verða kl. 11 á mánudag. Sjúkrapróf fyrir fimmtudaginn 13. febrúar verða kl. 9:00 nk. mánudag eins og til stóð. Kjósi nemendur að mæta til prófs á morgun þá mun verða boðið upp á þeir geti tekið sín próf samkvæmt próftöflu. Mælt er þó með að enginn taki neina áhættu og fylgi ábendingum yfirvalda vegna rauðrar viðvörunar. Kveðja, Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari
Lesa meira

Opið hús 11.mars - allir velkomnir!

Opið hús verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 11.mars kl.15.30 til 17.00. Þá gefst nemendum, sem hyggja á nám í framhaldsskóla, tækifæri á að kynna sér námsframboðið í FG, en í skólanum eru alls níu námsbrautir (www.fg.is => námið). Einnig er tilvalið að spyrja út í 3ja anna kerfið, sem tekið var upp síðastliðið haust. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

FG í 8 liða úrslit í Gettu betur og Morfís - bein sjónvarpsútsending í Gettu betur á föstudag

Föstudaginn 7.febrúar hefur FG sjónvarpsþátttöku sína í Gettu betur, þegar okkar fólk mætir ,,spútnik-liði" keppninnar í ár, liði Fjölbrautaskólans í Ármúla, FÁ. Nokkuð er um liðið síðan FÁ hefur komist svona langt í Gettu betur, sem gerir málið óneitalega spennandi. Það er einnig gaman frá því að segja að Morfís-lið FG er komið í 8-liða úrslit í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna á Íslandi (MORFÍS). Nokkuð er um liðið frá því það hefur gerst. Keppendur í Morfís fyrir FG eru :Hrefna Hlynsdóttir, Marta Alda Pitak, Eva Bryndís Ágústsdóttir og Daníel Breki Johnsen (forseti NFFG). Þjálfarar eru :Arnar Kjartansson,María Rós Kaldalóns, Agnes Emma Sigurðardóttir og Íris Embla Jónsdóttir. Óskum báðum liðum góðs gengis - áfram FG!
Lesa meira

FG fékk viðurkenningu vegna umhverfismála

Imbrudagar 2020 hófust miðvikudaginn 29.janúar með því að FG fékk verðlaun frá Umhverfisstofnun fyrir gott starf í umhverfismálum. Þar á eftir fylgdi fyrirlestur sem Andri Snær Magnason, rithöfundur hélt. Ræddi hann að sjálfsögðu um umhverfismálin, fyrir fullum sal nemenda.
Lesa meira

IMBRA 2020 hefst miðvikudaginn 29.janúar

Imbru-dagar 2020 hefjast formlega miðvikudaginn 29.janúar með fyrirlestri Andra Snæs Magnasonar í Urðarbrunni. Þar á eftir fylgir svo vönduð (og vonandi skemmtileg) dagskrá fyrir nemendur FG. Árshátíð nemenda rekur svo smiðshöggið á Imbruna á fimmtudagskvöldið. Engin kennsla er síðan á föstudaginn og hefst kennsla í FG ekki aftur fyrr en mánudaginn 3.febrúar. Kennslu á miðönn lýkur síðan miðvikudaginn 12.febrúar. Hvetjum nemendur til að skrá sig á viðburði og taka þátt í Imbrunni.
Lesa meira

FG mætir Ármúla í sjónvarpinu

Dregið var í sjónvarpskeppni Gettu betur 2020 fyrir skömmu. FG hefur unnið sér rétt til keppni í sjónvarpskeppninni, sem hefst þann 31.janúar, sem er föstudagur. Þá færist keppnin upp á æðra stig, með tilkomu öflugasta fjölmiðils sem völ er á; sjónvarpi. Viðureignir Gettu betur í sjónvarpi eru þar að auki hin besta skemmtun. Alls komust átta lið í sjónvarpskeppnina og andstæðingar FG í fyrstu (og vonandi ekki síðustu) atrennu er Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nokkuð langt er síðan sá skóli hefur komist í sjónvarpskeppnina. Á vef RÚV er listi yfir fyrstu viðureignirnar og er hann svona: 31. janúar Tækniskólinn - Borgarholtsskóli 7. febrúar Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 14. febrúar Kvennaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn í Reykjavík 21. febrúar Menntaskólinn á Ísafirði - Verzlunarskóli Íslands ÁFRAM FG!!
Lesa meira

FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur

Lið FG tryggði sér þátttökurétt í sjónvarpskeppni Gettu betur þegar liðið vann Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafellssýslu með 21 stigi gegn 12 stigum FSA. Alls eru því átta lið komin í sjónvarpskeppnina, en lesa má betur um það í frétt á RÚV. Vel gert FG og við hlökkum til gláps!
Lesa meira

Reimt:Nýtt stykki eftir Karl Ágúst Úlfsson frumsýnt 6.mars

Það líður að frumsýningu á nýju leikriti hjá Verðandi, leikfélagi FG. Í ár verður íslenskt stykki sýnt og hefjast sýningar 6.mars. Í tilkynningu frá Verðandi segir: ,,Söngleikur ársins heitir Reimt og er frumsaminn söngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson (texti og handrit) og Þorvald Bjarna Þorvaldsson (Todmobile, tónlist). Einnig hefur slegist í lið með okkur dóttir Karls sem heitir Brynhildur Karlsdóttir, en hún sér um dansinn. Flétta sögunnar er á þann veg að tveir landsfrægir leikarar á eftirlaunum eru plataðir í að kaupa gamalt sveitahótel sem er á síðasta snúningi, í leit að nýjum tækifærum. Það bætir gráu ofan á svart að aldagömul beinagrind án hauskúpu finnst rétt við bæinn." Tugir koma að sýningunni og í leikarahópnum eru yfir 40 nemendur. Karl Ágúst Úlfsson er einn þekktasti gamanleikari Íslands og Þorvaldur er risanafn í íslenskri tónlist, enda heilinn á bakið stórsveitina Todmobile.
Lesa meira