Fréttir

Ný stjórn NFFG

Nýtt fólk hefur verið valið trúnaðarstarfa fyrir nemendafélag FG, NFFG, en kosið var um miðjan maí síðastliðinn. Í aðalstjórn voru eftirfarandu kosnir:FORSETI:Helgi Már Herbertsson.VARAFORSETI:Kjartan Leifur Sigurðsson.FJÁRMÁLASTJÓRI:Kristófer Breki Halldórsson.MARKAÐSSTJÓRI:Mirra Hjartardóttir. Í önnur embætti voru þessir kosnir: SKEMMTANASTJÓRI: Maren Júlía Magnúsdóttir FORMAÐUR ÍÞRÓ.: Oddný Gunnarsdóttir FORMAÐUR MÁLFÓ.: Dagmar Íris Hafsteinsdóttir LEIKFÉLAGIÐ VERÐANDI FORMAÐUR: Sandra Dís Kristjánsdóttir VARAFORMAÐUR: Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir MARKAÐSSTJÓRI: Matthías Davíð Matthíasson SKEMMTANASTJÓRI: Laufey Birta Hansen RITARI: Steinunn Rebekka Aðalsteinsdóttir MEÐSTJÓRNANDI: Þórður Bjarni Baldvinsson ROLLAN: Breki Gunnarsson Sigurþór Kristinsson Ísak Tumi Hauksson Arnar Freyr Erlingsson Hjördís Anna Matthíasdóttir Embla Sól Laxdal SKÓLABLAÐIÐ KINDIN: VARAFORMAÐUR: Elektra Ósk Hauksdóttir FJÁRMÁLASTJÓRI: Embla Brink Gunnarsdóttir RITARI: Andrea Ruth Gísladóttir MÁLFUNDARNEFND: Andrea Dyer LJÓSMYNDAFÉLAGIÐ HOLGA: Júlían Már Jóelsson LÆKJAVINAFÉLAGIÐ: Hanna Ósk Reykjalín Lilja Björg Bjarnadóttir Ólafur Áki Kristinsson Petra Rán Traustadóttir SKEMMTINEFND: Aníta Eik Hlynsdóttir NÖRDAFÉLAGIÐ: Andri Már Ragnarsson GRILLNEFNDIN: Hassan Labyad Franklín Máni Arnarson Andri Bergmann Isaksen Teitur Julian
Lesa meira

Verðlaunafrumkvöðlar úr FG

Keppendur frá FG náðu góðum árangri þegar ungum frumkvöðlum voru veitt verðlaun fyrir skömmu. Alls átti FG sex lið í úrslitum og bestum árangri náði fyrirtækið MARÍ-GULL, varð í öðru sæti og fékk verðlaun sem kallast "Besti sjó-bissnessinn" en það framleiðir lampa úr alíslenskum ígulkerum. Vel gert!
Lesa meira

Dimmitering, já, dimmitering!

Nokkuð kröftug dimmitering átti sér stað í FG föstudaginn 14.maí, en þá heimsóttu útkriftarefni skólann stutta stund og skemmtu sér með skólafélögunum. Kóvid setti strik í reikninginn síðustu annir, en nú var þetta með eðlilegum hætti. Eins og sjá má voru búningar margskonar og halda mætti að það væru bara stúlkur að útskrifast, en svo er ekki, strákarnir voru bara einhversstaðar annarsstaðar. Próf hefjast svo í FG í næstu viku og er brautskráning þann 29.maí næstkomandi.
Lesa meira

Listasýning opnar

Í tilkynningu frá Listadeild FG kemur fram: ,,Verið hjartanlega velkomin á samsýningu nemenda í lokahóp myndlistarbrautar FG föstudaginn 14. - þriðjudagsins 18. maí í húsakynnum skólans, Skólabraut 6, 210 Garðabæ. Upplýsingaspjald um hvar einstök verk eru er í anddyri skólans. Sýningin verður opin kl. 8.10 – 16:00 en lokað um helgina. Aðgangur er ókeypis á sýninguna. Sýningin er afrakstur vinnu 12 nemenda í lokaáfanga á Myndlistarsviði listnámsbrautar. Viðfangsefni þeirra eru ólík og hefur hver og einn þróað eigin aðferðir og efnistök. Nemendur sem eiga verk á sýningunni: Aron Daði Jakobsson Rögnuson Birta Dögg Snorradóttir Dagbjört Anna Arnarsdóttir Dagný Birta Dan Ólafsdóttir Friðbjörg H Alexandersdóttir Hrafnhildur Þór Árnadóttir Inga Rún Svansdóttir Jón Hákon Þórsson Jónína Arndís Guðjónsdóttir Ragnheiður Sól Haraldsdóttir Sólrún Dís Valdimarsdóttir Tinna Rúnarsdóttir Athugið að aðgangur að verki Dagbjartar Önnu Arnarsdóttur í stofu F110 á fyrstu hæð er takmarkaður: föstudaginn 14.maí verður opinn aðgangur að verki hennar kl. 8.10-10.30 og aftur kl. 14.30-16.00 mánudaginn 17.maí verður síðan opið kl. 10.30-13.10 og aftur kl. 14.30-16.00 þriðjudaginn 18.maí verður opið kl. 12.35-16.00."
Lesa meira

Leg kvaddi - uppselt á lokasýningu

Það var mikill fögnuður sem braust út meðal leikenda og aðstandenda söngleiksins Legs, þegar ,,tjaldið féll" - en síðasta sýning fór fram fyrir fullu húsi 9.maí síðastliðinn. Þetta var erfið fæðing, eins og sagt er því fyrr í vor þurfti að fresta leiksýningunni vegna kóvid. Nú small hinsvegar allt saman og í heild voru sýndar hátt í tugur sýninga. Aðsókn var ágæt að sögn heimildarmanns fg.is og var uppselt á nokkrar sýningar. Þetta var mikið fjör og orkan í sýningunni mikil, en tíðindamaður fg.is var á lokasýningunni. Enn ein sönnun þess að starf Verðandi, leikfélags FG, er frábært!
Lesa meira

Stærðfræðiborðspil hannað í FG

Hópur nemenda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hefur búið til stærðfræðispil sem ætlað er börnum á aldrinum sex til þrettán ára en markmiðið með spilinu er að gera stærðfræði meira aðlaðandi fyrir krakka á grunnskólaaldri.
Lesa meira

Hulda hannaði tösku úr endurunnum efnum

Hulda Fanný Pálsdóttir, sem er að útkskrifast af Hönnunar og markaðsbraut fékk þá skemmtilegu hugmynd að hanna tösku sem er úr endurnýttum leðursætum í bílum, sem og öryggisbeltum. Hulda vann þetta í samvinnu við fyrirtækið Netparta, sem er svokölluð partasala, rífur og endurvinnur bíla. Frá þessu er meðal annars sagt á vefsíðu fyrirtækisins.Taska Huldu flokkast sem ,,sjálfbær".
Lesa meira

Kosningar hafnar í FG

Kosningar til hinna ýmsu embætta í FG eru hafnar og þær fara fram í gegnum INNU. Kosningin sttendur til hádegis á föstudag. Mikið fjör var í skólanum í kosningabaráttunni og mikil "slikkerí" (nammi) í gangi, pízzur og allt. Bara alvöru! Hér eru nokkrar svipmyndir...
Lesa meira

Kosningar í FG - hjá NFFG

Mikið er um að vera í FG þessa dagana, enda kosningabarátta á fullu og bæði piltar og stúlkur að bjóða sig fram í hin ýmsu embætti í skólanum, hjá NFFG, Nemendafélaginu. Þeir sem eru í framboði eru aðilarnir sem t.d. bera ábyrgð á og skipuleggja félagslíf skólans. Opnað verður fyrir rafrænar kosningar miðvikudaginn 5.maí og standa þær yfir í tvo daga. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér kosningarétt sinn, því þetta er skólalýðræði í sinni fegurstu mynd.
Lesa meira

LEG kostar - mikið undir

Eins og fram hefur komið hér á fg.is tókst að frumsýna söngleikinn LEG eftir Hugleik Dagsson fyrir skömmu og standa sýningar nú yfir. En flestir spá ekki í alla þá gríðarlegu vinnu og kostnað sem er við svona uppsetningu. ,,Ætli kostnaðurinn hlaupi ekki á einhverjum milljónum, kannski fjórum til fimm þegar upp verður staðið,“ sagði Eva Bryndís, fjármálastjóri leikfélagsins Verðandi, þegar tíðindamaður FG.is náði spjalli af henni. Að sögn Evu var lítið til af peningum vegna síðustu sýningar, Reimt, árið 2020, en fljótlega eftir frumsýningu í fyrra skall kóvid á og skólanum lokað. Þannig fór um þá fínu leiksýningu, sem tíðindamaður var reyndar svo heppinn að sjá. ,,Skólinn er búinn að hjálpa okkur mjög mikið,“ sagði Eva og bætti við að það væri til dæmis búið að kaupa nýtt ljósaborð. Slík græja kostar að hennar sögn um tvær milljónir króna. Síðan þarf að borga höfundi, leikstjóra, kaupa í leikmynd og allt hvaðeina. ,,Þetta er sýning sem kostar mikla peninga,“ sagði Eva Bryndís að lokum. Það er því mikið undir, en sýningar eru nú á fullu og miðar eru til sölu á www.tix.is
Lesa meira