Fréttir

Listasýning í FG

Verið hjartanlega velkomin á lokasýningu hjá nemendum Listnámsbrautar FG föstudaginn 13 Maí kl 17:00. Þá verður opnun hjá nemendum á myndlistarbrautinni kl 18:00 sýnir lokaáfangi af Fata- og textílhönnunarbraut tískusýningu í Urðarbrunni hátíðarsal skólans. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Myndlistarsvið Sýningin er afrakstur vinnu 7 nemenda í lokaáfanga á myndlistarsviði. Viðfangsefni þeirra eru ólík og hefur hver og einn þróað eigin aðferðir og efnistök. Nemendur sem eiga verk á sýningunni Alexandra Rán Viðarsdóttir Eva Rut Halldórsdóttir Hekla Ýr Þorsteinsdóttir Katrín Edda Lan Þórólfsdóttir Melkorka Harðardóttir Oddrún Arna Einarsdóttir Védís Ýmisdóttir Nemendur af Fata- og textílhönnunarbraut Við erum 6 nemendur í lokaáfanga af Fata- og textílhönnunarbraut í FG. Arna Thoroddsen Helga Finnborg Oddsdóttir Íris Jóna Egilsdóttir Ísabel Pétursdóttir María Björt Kristinsdóttir Rakel María Ósmann Jónsdóttir
Lesa meira

Komust áfram í keppni ungra frumkvöðla

Fjögur fyrirtæki í frumkvöðlafræðum í FG komust áfram í keppni Ungra frumkvöðla sem fram fór fyrir skömmu. Fyrirtækin sem komust áfram voru fjögur MAKAJ sem framleiðir drykk með d- vítamíni og kollageni. Jökull sem framleiðir íslenskt vatn í dós, Taylored sem er endursölusíða og Boulljé hraðsuðu-hafragrautur. Vel gert!
Lesa meira

Dimmiterað af innlifun í FG

Það var hress hópur nemenda sem hyggur á brautskráningu sem dimmiteraði í FG föstudaginn 6.maí síðastliðinn. Um er að ræða hóp sem telur rúmlega 100 manns, sem er með þeim stærri undanfarin ár. Tóku þau lagið í stiganum af mikilli innlifun, eins og myndin sýnir og eftir sönginn fóru þau svo að skemmta sér úti í bæ. Kennslu á vorönn lýkur miðvikudaginn 18.maí og þá hefjast próf. Brautskráning fer síðan fram laugardaginn 28.maí.
Lesa meira

Tónleikar: GDRN-Frikki Dór og Jói P og Króli - þriðjudagur

Það verður úrvalslið listamanna sem stígur á svið í Urðarbrunni næstkomandi þriðjudagskvöld, en þá verða haldnir tónleikar í tengslum við þá fordómadagskrá, sem er í gangi í skólanum. Það er ekki á hverjum degi sem tónleikar af þessari stærðargráðu fara fram í FG og því mjög ánægjulegt. Um er að ræða GDRN, Frikka Dór og Jóa P og Króla, en Jói P er stúdent frá FG. Allt tónlistarmenn í fremstu röð. Tónleikarnir hefjast kl. 20. 00 og er frítt inn. VEL MÆTT og FRÍTT INN!
Lesa meira

FG berst gegn fordómum

FG stendur fyrir dagskrá gegn fordómum nú í lok aprílc, en fordóma er að finna víða í samfélaginu og hafa verið til mikillar umræðu upp á síðkastið. Leikarinn og fyrrum kennari í FG, Bjarni Snægbjörnsson, hóf leikinn með sýningu sinni ,,Góðan daginn faggi" sem hann sýndi nemendum þriðjudaginn 26.apríl. Byggir verkið lífreynslu hans sjálfs og hefur fengið mjög góða dóma. Dagskráin heldur áfram næstu daga og það er fleira í pípunum. Þangað til er svo bara gott að hlusta á Pollapönk.
Lesa meira

Hittu Steinda, Hjálmar Örn og fleiri á Stöð 2/SÝN

Nemendur í fjölmiðlafræði fóru fyrir skömmu í heímsókn á Stöð 2/SÝN og kynntu sér starfsemina, Alls starfa um 450 manns hjá fyrirtækinu á Suðurlandsbraut. Það var fréttastjórinn sjálfur, Kolbeinn Tumi Daðason, sem tók á móti hópnum og rölti með FG-ingum um svæðið í skemmtilegu spjalli og fróðleik um fyrirtækið og starfsemi þess. Strax í byrjun æstust leikar, en þá þrömmuðu Steindi Jr. og Hjálmar Örn Jóhannsson fram á hópinn, en þeir voru á leið í tökur á þættinum Stóra sviðið. Gáfu þeir sér tíma til að spjalla við nemendur - og þeir voru auðvitað til í mynd (sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tók). Síðar hitti hópurinn svo útvarpsfólkið Ósk Gunnarsdóttur (enginn skyldleiki við GHÁ) og áhrifavaldinn Gústa B, en hann er nýbýrjaður á FM957. Þau voru einnig alveg til í mynd. Skemmtilegt.
Lesa meira

FG er fyrirmyndaskóli

Stjórnendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ eru stoltir af sínu starfsfólki og skólinn er góður vinnustaður. FG er fyrirmyndarstofnun og varð í þriðja sæti í stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana.
Lesa meira

Hátíð franskrar tungu: Lilja Björg hafnaði í þriðja sæti

Hátíð franskrar tungu er haldin árlega af Alliance française, franska sendiráðinu og frönskukennarafélaginu, en keppni frönskunema er einn af viðburðum hátíðarinnar. Þema keppninnar í ár var ,,Le chef cuisiner à la télévision" sem fólst í því að nemendur sem stunda frönskunám bjuggu til stuttan frönskunám bjuggu til stuttan
Lesa meira

FG lauk keppni í Gettu betur

Lið FG lauk keppni í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, föstudaginn 18.mars. Þá laut liðið í lægra haldi gegn MR, sem vann með aðeins fimm stigum meira en FG, 31 stigi gegn 26. Dagmar, Kjartan og Þráinn: Takk fyrir frábæra frammistöðu og góða skemmtun. Þið eruð frábær!
Lesa meira