20.02.2024
Lið FG lauk keppni að þessu sinni í Gettu betur þegar liðið mætti ríkjandi
meisturum, MR í sjónvarpssal fimmtudaginn 15.febrúar.
Viðureignin var nokkuð sveiflukennd, en lauk síðan með því að MR sigraði með
aðeins fjögurra stiga mun, 30-26.
Fram kom í þættinum að þau Patrik, Aron og Brynja eru öll að útskrifast í vor
og því verður FG með splunkunýtt lið í næstu keppni, að ári.
Eru þeim hér með færðar kærar þakkir fyrir góða keppni
og óskir um gott gengi í framtíðinni. Takk fyrir okkur!
Lesa meira
15.02.2024
Hér er póstur sem sendur var til nýrra nemenda á vorönn 2024.
Lesa meira