Fréttir

Erasmus-hópur hitti forsetann

Nemendur frá Spáni og Noregi hafa undanfarna daga verið staddir hér á landi í Erasmus-verkefni, sem fjallar meðal annars um sögu og menningu þessara landa. Gista þeir hjá fjölskyldum nemenda í FG. Hópurinn var svo heppinn að geta hitt forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson, þriðjudaginn 25.apríl síðastliðinn. Mjög góð stemmning var á Bessastöðum í blíðskaparveðri og spjölluðu gestirnir og Guðni um heima og geima. Meðal annars reifaði Guðni sögu staðarins og störf sín sem forseti. Dagskrá gestanna hélt svo áfram og miðvikudaginn 26.apríl fóru þeir í skoðunarferð um Suðurland og bæði Seljalandsfoss og Geysir voru skoðaðir. Þá var og farið í útreiðartúr með Eldhestum í Hveragerði.
Lesa meira

Nemendur í Hæstarétti

Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hjá Tinnu Ösp Arnardóttur, fóru í heimsókn í Hæstarétt að loknu páskafríi. Það voru þau Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Linda Ramdani, aðstoðarmanni dómara sem tóku á móti þeim. Þau kynntu nemendum starfsemi réttarins, sem og réttarkerfis Íslands og tóku við spurningum.
Lesa meira

Sigmundur lenti í öðru sæti

Hæfileikakeppni sérnáms-/starfsbrauta var haldin í Tækniskólanum þann 18.apríl síðastliðinn. Fjórtán skólar kepptu og hreppti FG annað sæti með frumsömdum sólódansi Sigmundar Kára Kristjánssonar. Við óskum Sigmundi innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Yfir helmingurinn úr FG - komust í lokakeppni EM

Það vakti athygli í fréttum fyrir skömmu að stúlkurnar í U19-landsliði Íslands náðu þeim frábæra árangri að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Og ekki nóg með það, um helmingur liðsins kemur úr FG. Í liðinu eigum við; Snædísi Maríu Jörundsdóttur, Sædísi Rún Heiðarsdóttur, Irenu Héðinsdóttur Gonzalez, Eyrúnu Emblu Hjartardóttur, Henríettu Ágústsdóttur, og Bergdísi Sveinsdóttur. Frábær átrangur og til hamingju!
Lesa meira

Sesselja Ósk sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna

Sesselja Ósk Stefánsdóttir, nemi í FG, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fram fór laugardaginn 1.apríl síðastliðinn í Hinu húsinu. Söng hún lagið Turn Me On eftir bandarísku söngkonuna Noruh Jones. Alls voru 24 skólar sem tóku þátt. Notuð var símakosning til að velja sigurvegarann, en hún gilti helming á móti dómnefnd. Í öðru sæti varð Erla Hlín Guðmundsdóttir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og í þriðja sæti lenti Viktoría Tómasdóttir frá Menntaskólanum í tónlist. Hjartanlega til hamingju Sesselja, en hér í þessari frétt á visir.is má sjá sigurlag Sesselju og keppnina í heild sinni.
Lesa meira

IMBRA hefst á morgun

Imbran hefst á morgun í FG og þá gerbreytir skólinn um svip. Mikið er um að vera og á fimmtudaginn brestur svo á með árshatíð, ýmsar bombur verða þar, meðal annars Herra Hnetusmjör og Fm95Blö. Þá er leikritið Heathers einnig komið í gang og miðasala hafin á Tix.is. Hér er slóðin; https://tix.is/is/event/14995/heathers/ Góða og fallega skemmtun!
Lesa meira

HEATHERS - frumsýning á fimmtudag

Nú er allt að smella saman fyrir frumsýningu á söngleiknum Heathers, hjá leikfélagi FG, Verðandi. Frumsýning verður á fimmtudaginn, en sú sýning er hugsuð fyrir aðstandendur, en í dag miðvikudag, verður svokölluð ,,generalprufa.“ Tíðindamaður FG.is var viðstaddur á ,,rennsli“ á þriðjudagskvöldið og varð vitni að skemmtilegri og kröftugri sýningu, þar sem andi unglingsáranna, já, menntaskólaáranna, sveif svo sannarlega yfir vötnum, með öllu sem þeim pakka fylgir. Ekki verður ,,skemmt“ meira, en kaupið miða þegar Heathers fer í almennar sýningar. Mikið stuð! Hér má lesa um söguþráðinn í stykkinu.
Lesa meira

FG í undanúrslit í FRIS (rafíþróttum)

Það gekk vel hjá FG að spila rafsport þegar lið skólans mætti MÁ, Menntaskólanum á Ásbrú, frá Suðurnesjum, þann 8.mars síðastliðinn. Þá fóru fram átta liða úrslit í FRIS, sem er keppni framhaldsskólanna í rafíþróttum eða ,,Framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum.“ Keppt var í þremur leikjum; CS GO, Valorant og Rocket League. Fyrstu tveir leikirnir eru svokallaðu ,,fyrstu-persónu-skotleikir“ (FPS), en hinn þriðji er bílafótbolti. FG spilaði vel og stóð uppi sem sigurvegari, vann bæði CS og Valorant, en tapaði í bílaboltanum. Því vann liðið heildarkeppnina 2-1 og er komið í undanúrslit í FRIS. Þar mætir liðið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og vinni FG þá, er skólinn kominn í úrslit. Þessi keppni fer fram eftir þrjár vikur. Áfram FG!
Lesa meira

FG mætir MÁ í rafíþróttum á morgun - í beinni

Það tekur eitt við af öðru. Á morgun keppir FG gegn MÁ (Menntaskólinn Ásbrú, Suðurnesjum) í rafsporti, í því sem kallast; ,,Framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum.“ Keppnin verður í beinni á Stöð2Esports og og byrjar útsendingin kl.19:30. Þá kemur einnig kvikmyndatökulið í heimsókn á morgun og mun taka viðtöl við keppendur, skjóta svipmyndir frá skólanum og fleira slíkt. Um er að ræða útsláttarkeppni og verður keppt í þremur mismunandi tölvuleikjum, meðal annars hinum geysivinsæla Counter-Strike. Vinni FG tvo leiki af þremur fer liðið í undanúrslit. Áfram FG!
Lesa meira