Fréttir

Alls 40 brautskráðust - Ína Magney Dúx

Það voru alls 40 stúdentar sem tóku á móti skírteinum sínum við brautskráningu föstudaginn 17.nóvember síðastliðinn í hátíðarsal FG, Urðarbrunni. Sá nemandi sem nú skaraði fram úr og vað dúx að þessu sinni var Ína Magney Magnúsdóttir, en hún stundaði nám á Listnámsbraut, myndlistarsviði. Fékk hún einnig verðlaun fyrir góðan árangur í myndlist. Samfélagsverðlaun skólans fékk Þórður Bjarni Baldvinsson, af Leiklistarbraut, en þessi verðlaun fá þeir sem setja jákvæðan svip á skólastarfið og umhverfi hans. Þórðu Bjarni fékk einnig verðlaun fyrir skólasókn í félagi við Benedikt Björn Johnsen. Þórður var því miður ekki við athöfnina. Karen Ósk Kjartansdóttir flutti ræðu nýstúdents og Anna Bíbí Wium Axelsdóttir flutti heimagert atriði við hið þekkta lag ,,Nína“ (Draumur um Nínu) eftir Eyjólf Kristjánsson. Anna Bíbí fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í leiklist og í íþróttum. Þá fékk Sveinn Elí Helgason einnig viðurkenningu fyrir íþróttaiðkun. Flestir sem brautskráðust, alls 11, voru af Félagsvísindabraut, átta af Viðskiptabraut og sex af Hönnunar og markaðsbraut. Átta kláruðu íþróttabraut, fjórir af Listnámsbraut, tveir af Alþjóðabraut og einn af Náttúrufræðibraut.
Lesa meira

Þórður fór með flottan hóp til Portúgal

Nemendur frá FG fóru í Erasmus frumkvöðlabúðir í Peso da Régua og Porto, í Portúgal um miðjan október síðastliðinn, undir leiðsögn Þórðar Inga Guðmundssonar. Þemað var vínrækt og ferðaþjónusta enda státar Douro-dalurinn af endalausum vínökrum og fjölmargri heimamenn hafa af því atvinnu. Alls flutti Portúgal út vín á síðasta ári fyrir um einn milljarð evra, eða um 150 milljarða íslenskra króna. Eftir þriggja daga heimsóknir til heimamanna í Douro-dalnum, bæði bænda og stórra vínframleiðenda var komið að nemendum í fimm alþjóðlegum teymum frá Íslandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Portúgal og Króatíu að búa til viðskiptaáætlanir upp úr náttúruauðlindum Douro-dalsins. Fimm flottar viðskiptahugmyndir voru síðan kynntar voru á lokadegi frammi fyrir fimm manna dómnefnd. Að sögn Þórðar voru nemendur FG skólanum til mikils sóma, áhugasamir og flottir.
Lesa meira